Ég sendi þetta inn á notenda nafni vinkonu minnar, Regínu sem hefur kvatt mig til að senda inn grein hingað inn því hér gæti ég fengið að vita hvað ég geti gert og einnig vegna þess að henni líkar mjög illa hvernig mamma kemur fram við mig… Ég er 14 ára og þetta er mitt líf:

Það sem ég hef fengið að heyra undan farna mánuði:

Að ég sé ömurlega leiðinleg
Að ég geri aldrei það sem ég á að gera en þá hef ég kannski sett í þvottavélina einu sinni, tekið úr henni og hengt upp og tekið til í herberginu mínu.
Að ég sé frekasti unglingur í heimi.
Að ég sé ömurleg.
Að hún ráði alveg yfir mér.
Að pabbi minn sé svo ömurlegur og sé svo leiðinlegur.
Að hún geti allt sem hún ætli sér en ég ekki neitt (hún hefur reyndar þá mjög “há markmið” hún hefur mjög lélega vinnu…) persónulega þá dauðskammast ég mín fyrir vinnuna hennar!

Hvað getur hún og má gera?

Getur hún bannað mér að segja pabba nokkuð um líðan mína eða hvað okkur mömmu fer á milli, hverjum má ég þá segja?
Getur hún bannað mér að eignast kærasta?
Má hún ráða hverja ég umgengst?
Verð ég að koma heim fyrir níu þegar útivistartíminn er til tíu og það breytir engu fyrir hana hvort að ég er heima?
Hvað getur hún gert?
Má hún taka tölvuna af mér eða hluti sem vinir og ættingjar hafa gefið mér?
Núna á að banna mér að hitta bestu vinkonu mína sem ég hef þekkt í 5 ár og bara af því að henni líkar ekki að foreldrarnir vilji láta börnin sín sem eru 13 og 10 fara í strætó klukkan 11 um kvöldið og af því að þau ( foreldrarnir ) reykja. Má hún eða getur hún bannað mér það? Þremur vikum seinna þá nefni ég þetta aftur við hana og hún segist aldrei hafa sagt þetta og ég hafi logið því upp á hana.

Ég tek alltaf svona smá til í herberginu mínu á hverjum degi og þó að það sjáist ekki einhver stórkostlegur munur þá er herbergið alltaf aðeins snyrtilegra heldur en áður. En auðvitað skiptir það engu máli. Til að það skipti máli þyrfti ég helst að t.d. ryksuga allt herbergið, þrífa spegilinn, og taka allt til, bara alls herjar hreingerning allan daginn.

Ég er einfari og vill mjög mikið vera ein og hugsa minn gang, hvernig ég ætla að hafa lífið mitt og hvað sé að gerast í því. Mér finnst gaman að hanga fyrir framan tölvuna og skrifa sögur og vera í tölvuleikjum en ég fer sjaldan á netið því það er ekki net tenging heima hjá mér þótt að ég þurfi þess í sambandi við skólann. Þessa grein sendi ég í gegnum skólatölvu sem ég fékk að vera í í frímínútunum. Ég vill ekki vera kysst eða knúsuð af mömmu minni því að ég vill ekki leifa manneskju sem ég hata út af lífinu gera svoleiðis við mig. Maður ræður nú yfir sínum eigin líkama eða það lærði maður þegar maður var lítill eða gildir það ekki um alla, bara suma?

Mig hefur oft langað til að verða morðingi mömmu minnar sem mér finnst reyndar ekkert svo eðlilegt. En ef þú sem lest þessa grein myndir búa hjá mömmu minni í mínu hlutverki í viku myndi þér finnast það eðlilegasti hlutur í heimi!

Mamma mín kemur fram við mig eins og að ég sé ennþá bara fimm ára. En allt sem ég á að gera, á að jafnast á við fullorðinn í verki.

Ég komst í sveit um daginn og mér hefur sjaldan liðið eins vel og þessa 4 daga sem ég var þarna og mér leið illa þegar ég þurfti að fara aftur með mömmu minni heim. Hún keyrði mig þangað og sótti mig, hún gat ekki afborið að hafa mig lengur að heiman.

Ég hef oft nefnt það við pabba minn að mig langi til að búa hjá honum en hann hefur ekki fastar tekjur svo að það myndi kannski ekki virka. En mér líður alltaf vel þegar ég er hjá pabba mínum. Íbúðin sem hann býr í er reyndar minni heldur en 3 sinnum húsið sem ég bý í hjá mömmu minni. Ég er tilbúin til að færa fórnir til að geta búið annars staðar en hjá mömmu en samt engar ógurlegar. Staðir sem mig myndi svona helst langa til að búa á eru: hjá pabba eða ömmu og afa.

Mér finnst pabbi minn skilja mig soldið. Ég játa það alveg að ég fæ oft reiðiköst og öskra á mömmu mína. Ég held að það sé útaf því að ég þoli ekki að vera nálægt henni , mér líður oft illa hjá henni og þá langar mig til að ráðast á hluti og vita að ég geti brotið þá og eyðileggja þá að einhverjum parti. Ég reyni samt að hemja mig þegar fleiri eru nálægt en þá safnast reiðin enn meira upp og þegar við erum einar næsta kvöld eða dag þá missi ég tökin á mér og öskra og líð illa.

Stundum er í lagi en oft á dag rífst ég við mömmu mína en það er ekki bara mér að kenna. Hún er alltaf að kvarta yfir að ég vilji svo sjaldan gera eitthvað með henni og hangi bara inn að lesa. Þetta virðist kannski vera eins og lítill ktrakki að kvarta eftir lagsmál að hinn hafi byrjað en þetta er öðruvísi. Hérna líður mér illa alla daga og vill komast annað, burt frá mömmu. Ég finn fyrir hatri alla daga í hennar garð og fyrir mitt leiti finnst mér aðeins tímaspursmál hvenær ég ræðst á hana. Þá verður það móment þegar ég hef enga stórn á mér heldur reiðin ræður för. Mig langar ekki að verða morðingi því ég myndi lenda í rosalegu klandri og sakaskrá og bara veseni. Ég veit að ég bý á góðum stað hjá mömmu og allt myndi vera ágætt ef að mamma byggi hérna ekki. Húsið er stórt og gott en ekki manneskjan , allavega ekki fyrir mig. Ef maður hugsar svo meira um þetta þá hefur þetta náttúrulega gífurleg áhrif bæði á mig og hana og svo börnin sem ég eignast ef ég mun nokkurn tíman eignast þau.

Nokkur dæmi sem ég held að séu ekki alveg uppáhalds augnablikin mín!

Núna fyrir stuttu þá var hálf systir mín í heimsókn hjá mér og þá bannaði mamma mér eitthvað út í bláinn um að ég mætti ekki henda t.d. skyrdollu í ruslafötuna inn í herberginu mínu því það kæmi fýla af því. Ég hlýddi bara og henti ruslinu mínu í eldhús ruslafötuna. Svo kom matur sem ég hafði eldað sjálf og þá var ég að fara fá mér af matnum en þá bað mamma mig um að setja líka fyrir sig en ég setti fyrst á diskinn minn og svo hennar og hún varð eitthvað fúl við það. Þá fór hún að segja við systir mína að “svona myndi amma ekki gera, hún myndi setja á diskinn hjá hinu fyrst og fá sér svo á eftir.” Ég meina hélt hún að ég myndi ekki fatta þetta þegar hún varð svona hissa þegar ég svaraði fullum hálsi að ég hefði verið á leiðinni að fá mér og að ég væri glorsoltin og hún væri enn með á diskinum sínum og hún hefði samt fengið þennan mat sem hún vildi.

Fyrir mitt leiti þá þoli ég ekki fólk sem talar illa um manneskju þegar viðkomandi heyrir til.
“Vinkona” mín gerði það einu sinni og ég labbaði bara út en öskraði samt á hana áður. Svo hef ég nokkrum sinnum heyrt mömmu mína tala illa ummig og ýkja allar staðreyndir um mig við pabba minn og hún vissi að mér. Svo leit hún á mig eins og óvinkona sem hefur tekist að gera mig leiða. Ekki eins og foreldri eða mamma heldur eins og manneskja sem hatar mig útaf lífinu.

Ég afmæli um daginn og bauð fimm krökkum. Það voru einhver læti og svona eins og gengur og gerist. En næstum á hverjum einasta degi eftir það hefur hún verið að úthúða mér fyrir hvað henni fannst þau ókurteis. En það er reyndar ekki mitt vandamál, heldur þeirra. En mamma reifst við mig eins og ég ætti að ala þau upp. Að það væri mér að kenna að henni fannst vinir mínir ókurteisir. Ég ber enga ábyrgð fyrir því hvernig vinir mínir haga sér.

Mig hefur 2 langað til að drepa mig bara til að losna frá henni. Í bæði skiptin hefur það verið rétt á eftir rifrildi um hvað ég sé ömuleg og hvað ég sé leiðinleg og hvað hún sé alltaf að reyna að vera skemmtileg við mig og hvað ég sé ömurleg en vinkonur mínar betri og skemmtilegri við mömmurnar sínar.
,,Það er ekki rétt, dæmi: ég, ég læt ekki vaða yfir mig…” segir Regína vinkona mín.

Í fyrra skiptið var ég inní þvotta húsi og langaði að hengja mig á þvottasnúrunum og var eiginlega að því en hætti við þegar ég heyrði hurðina opnast og mamma var að segja mér að drífa mig. Ég þurfti líka að þurka upp. Í seinna skiptið sat ég við tölvuna og horfði á mömmu fara inn á baðherbergi. Svo sá ég þessi ljótu beittu skæri sem mamma átti. Ég tók þau og var komin með þau að vinstri úlnliðlum þegar ég hugsaði hvað hafði verið gaman hjá mér um daginn áður og hætti við. Það kvöld grét ég mig í svefn hundfúl yfir að hafa ekki látið verða af því.
Eitt af því fáa sem heldur mér frá þunglyndi og sjálfsmorði er að skrifa þessa grein og að vita það að ég á vini sem líkar vel við mig eins og ég er.
Svo vildi mamma fara í göngutúr en ekki ég. Þá klikkaðist hún og fór enn og aftur að út húða mér fyrir hvað ég væri leiðinleg, frek, ömurleg og skrýtin. Svo sagðist hún marg oft ætla að “loka” á mig og hætta að þvo fötin mín , en það sem hún virtist ekki skija í þessu var að hún sagði þetta oft eins og mér þætti það eitthvað slæmt en það var öðru nær. Ég var að fíla þessa ákvörðun hennar en svo fór hún út í þennan göngutúr sinn en áður tók hún rafmagnið af herberinu mínu.


Hefur Regína rétt fyrir sér?
Er þetta andlegt heímilisofbeldi eða hvað?
Endilega látið mig vita.


Kveðja Mjázý.
-