Mér hefur fundist svo lítil virkni hérna undanfarið, að ég ákvað að skrifa hérna stutt og laggott í stað þess að nöldra.
Þegar ég var orðin ófrísk af syni mínum, og búin að segja öllum, þá fékk ég að heyra ýmislegt um þetta ferli. En ég fékk mjög

sjaldan að heyra sannleikann. Eða jú, ég heyrði sannleikann, en allt aðra útgáfu heldur en ég hefði viljað heyra. Flestar

konur sem höfðu áður átt börn, reyndu eftir mesta megni að sykurhúða þetta allt saman. Einu skiptin sem minnst var á sársauka

við mig, var þegar stúlkur spurðu mig hvort mig kviði ekki fyrir þessu öllu saman.

Fyrir þær sem eru ófrískar og kvíða fyrir þessu og eru e.t.v. viðkvæmar, ættu kannski ekki að lesa þetta ef þær yrðu hræddar

um að þessi grein myndi valda þeim kvíða.
En kannski fyrir hinar, myndi þetta minnka óttann.

Staðreynd nr. 1.
Já, þessu fylgir sársauki. En hann er voðalega mismunandi, eftir því hvernig þetta allt gengur. Svo margt sem kemur inní.

Sumar finna lítið sem ekki neitt. Auk þess er mikið úrval af allskyns deyfingum sem hægt er að velja úr. Sumar velja að fá

ekkert, og finnst þeim ekkert að því. Ég minni á að það þarf ekki að vera eitthvað lyf. Það eru til heitir bakstrar,

nálastungur, hitapokar, og oft hefur einfalt fótanudd virkað eins og galdur.

Staðreynd nr. 2
Fæðingar sem ganga vel, eru MUN fleiri heldur en þær sem ganga illa. Maður heyrir bara meira af þessum sem ganga illa.

Staðreynd nr. 3
Af minni eigin reynslu og þeirra kvenna sem ég hef talað við, get ég fullyrt að maður gleymir öllum sársaukanum þegar maður

fær barnið í fangið. Þegar þú sérð litla fallega barnið þitt sem ÞÚ bjóst til, sem óx inni í þér í alla þessa mánuði, svo

fullkomið á allan hátt, mun þér finnast þetta þess virði. Sársaukinn var bara smávaxinn aukahlutur sem fylgdi þessu öllu

saman.

Staðreynd nr. 3
Meðgöngu fylgir oftast ýmsum fylgikvillum. S.s. bjúg, brjóstsviði og auðvitað það sem sumum finnst mest pirrandi af öllu.

Stanslausar klósettferðir. Lesið ykkur bara vel til, þetta er í 97% tilfellum allt saman mjög eðlilegt.

Staðreynd nr. 4
Já, það er satt. Konur hafa dáið af barnsförum. Ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að það sé afar óalgengt í dag.

Helstu orsökin fyrr á tímum voru óhreinindi og óvarkárni í fæðingunni, en núna tíðkast auðvitað að allt sé dauðhreinsað og

glansandi.

Staðreynd nr. 5
Þú getur rifnað þarna að neðan. Mismunandi mikið eftir konum. En maður finnur sjaldnast fyrir því. T.d. fór annar barmurinn á

mér í algera klessu, en ég fann ekkert fyrir því á meðan á öllu þessu stóð.

Staðreynd nr. 6
Ég ætla að leyfa mér að kalla þetta staðreynd, þótt ég viti ekki hver reynsla annarra kvenna er með þetta.
Þetta er mitt fyrsta barn, og auðvitað vissi ég ekkert hvað ég átti að gera til að hjálpa við að flýta fyrir öllu saman.

Þegar ljósmóðirin hefur gefið grænt ljós á það að rembast, skaltu byrja að rembast um leið og þetta “sjálfvirka”

rembingskerfi fer í gang, þ.e. þegar rembingstilfinningin kemur.
Ef þú færð þörf fyrir að öskra eða kreista eitthvað, skaltu endilega gera akkúrat það, því það hjálpar til. Þótt

rembingstilfinningin fari, skaltu halda áfram að rembast ef að ljósmóðirin leyfir, því það minnkar verkinn á milli hríða og

flýtir mikið fyrir.

Staðreynd nr. 7
Fæðingar eru ekki eins og þær eru sýndar í bíómyndum. Það er ekki allt saman í einni klessu, læknar og hjúkkur eru ekki

hlaupandi um allt öskrandi eins og vitleysingar, veifandi höndum eins og ráðalausir bavíanar. Ekki æpandi “Rembast!” Þetta

fer allt saman mjög rólega fram. Það er gert sem mest í því að konan fái sem mest næði, og mesta ró svo hún hvílist á milli

hríða. Og svona til að koma því fram, þá er hægt að sofna á milli hríða. Ég sjálf þoli illa mikinn sársauka, en mér tókst

þrátt fyrir það að sofna á milli hríða.

Staðreynd nr 8.
Þegar barnið er komið í heiminn, verður ekki allt dans á rósum eins og sumir sjá fyrir sér. Sumir sjá þessa óendanlegu

hamingju og telja að lífið eigi ekkert eftir að breytast. En það er kolrangt.
Auðvitað er það misjafnt eftir hvernig hvert og eitt barn er. Sum sofa alla nóttina, gráta aldrei og eru mjög róleg, en önnur

ekki.
Búið ykkur undir það að þurfa að vakna á nóttinni, missa úr svefn, að íbúðin verði öll á hvolfi, auk þess sem skapsveiflur

eru ekki óalgengar. Einnig getið þið búist við fæðingarþunglyndi. Ef það er málið, talið þá strax við heimilislækni eða

hjúkkurnar sem sáu um ykkur á spítalanum. Ekki bíða með það.

Þetta er allt saman erfitt á báða foreldra. Feður geta líka fengið fæðingarþunglyndi, og oft er mikið um rifrildi á milli

foreldranna fyrstu mánuðina, en það er ekki óalgengt. Þetta er algengara en þið haldið.

En að lokum vil ég segja að þetta er allt þess virði. Þótt þetta verði erfitt fyrst, þá verður það betra eftir því sem líður

á. Sársaukinn gleymist, góðar minningar hrannast að, og stoltið sem kemur þegar barnið fer að halda höfði, hjala, halda

pelanum sínum og grípa í hluti og læra á alla þessa hluti, á eftir að senda ykkur í skýin.

Gangi ykkur vel. :)