Ég þarf smá ráðleggingar….

Sumir foreldrar virðast ekki skilja að við séum ekki öll eins!
Að það sé ekki hægt að treysta okkur og að við vitum ekkert í okkar haus af því að við erum svo ung og einhvað…


En hérna kemur þetta….

Ég þar að vera komin heim kl 10 á virkum dögum og kl 11 um helgar:/ (ég bý á pínu litlum stað, það búa í lang mesta lagi 250 manns hérna,held að það séu færri) Og síðan í hvert sinn sem ég ætla til vinkonu minnar minna þau mig á að koma heim á réttum tíma og halda heillanga ræðu:/

Síðan ætluðum við vinkonurnar(ég og 3 aðrar stelpur,reyndar líka 2 strákar) til 3 vina okkar(sem eru 18,20 og 21 árs), reyndar vorum við aðalega að fara til ,æj köllum hann bara X(þessi 18 ára),hinir búa bara á sama stað og hann. og þau(foreldrar mínir) bönnuðu mér, eða bönnuðu mér það ekki beint,(æj erfitt að útskýra) að fara til þeirra( hans) af því að þeir eru eldri, en ég meina það, ég þekki X alveg, hann hefur komið heim til mín og ég vinn með honum!
en nei nei þau vilja samt ekki að ég fari til hans í heimsókn,
Ég meina það, það er ekki eins og við værum að fara að drekka eða einhvað! bara tala og hanga, kanski horfa á DVD eða einhvað.

En það var allt í lagi að ég og vinkonur mínar fóru á rúntinn með stelpu sem er 23 ára og ég hef ekki talað við í svona ár eða einhvað! og þekki ekkert vel.

Svo er það líka fleira sem ég nenni ekki að skrifa líka,
Þau bara treysta mér eiginlega ekkert:/
Hvað get ég gert til að þau treysti mér og leifi mér að vera lengur úti og fara í heimsókn til hans og eikkað?


Þið megið gjarnan kíkja á korkinn á rómantík sem ég sendi inn um X, þið getið kanski gefið mér ráðleggingar um það líka.