Þegar ég les flestar greinarnar hérna þá sé ég fyrir mér foreldra sem eru að reyna að stjórna börnunum sínum, pókímon og hlaupahjól eru djöfullinn, ekki leyfa krökkum að kaupa pókímon, það er svo dýrt. Það á að leyfa krökkunum að eyða SÍNUM peningum í þetta ef þau vilja, þá læra þau að allt kostar peninga og sumt er hreinlega ekki þess virði að eyða sínum peningum í. Og síðan þessi hlaupa hjól, þau kosta slatta en eru tilvalin gjöf (jafnvel fyrir fram) því þetta er góður farkostur, létt og tekur ekkert pláss annað en stórt 21 gíra fjallahjól.