Sumir hafa kvartað og sagt að þetta sé slæmt fyrir börnin. Það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Það sem Pokémon gerir fyrir börnin er það að þau hafa fengið eitthvað áhugamál. Áhugamál er eitthvað sem á endanum gerir okkur að þeirri persónu sem við erum nú. Það sem ég tel verst við íslensku þjóðina er hversu erfitt er að stunda áhugamál sín eða öðlast einhver ný. Hvort væri betra að sjá krakkann sinn drekka sig pissfullan eða kaupa sér spil svo að hann geti spilað með vinum sínum. Ef þú vilt frekar að þau drykki sig pissfullan þá tel ég þig vera óhæf(an) sem foreldri. Staðreyndin er sú að öll áhugamál eru dýr að mörgu leyti. Drykkjan er einnig frekar kostnaðarsöm ef eitthvað. Áhugamálin eru hér svo að maður hafi eitthvað að gera. Ekkert er verra en krakkar sem stríða öðrum krökkum út af áhugamálum sínum. Krakkar eru alltaf verstir við aðra krakka. Leyfið krökkunum að finna sinn veg. Ekkert er verra en foreldri sem ákveður veginn fyrir krakkann sinn. Að visu er ég ekki að tala um agamál, því vissan aga þarf til þess að krakkarnir verða ekki brjálaðir.
[------------------------------------]