Ég er ekki sammála því að pabbarnir hugsi að mömmurnar eigi að sjá um börnin. Það er eðlilegt að móðirin tengist barninu betur þar sem hún hefur gegnið með það, fætt það og sér um brjóstagjöf. Því tekur oft lengri tíma fyrir faðirinn að kynnast barninu og tengjast því á sama hátt. Ég þykist handviss um það að flestir feður sem á annað borð búa með börnum sínum, öfunda mæðurnar af þessu sérstaka sambandi. Feðrunum finnst þá öruggulega vegna þessa sérstaka sambands..eins og móðirin “eigi” meira í barninu og meiri ákvörðunar rétt varðandi það.
Ég spurði karlmenn í kringum mig um þetta, þeir sem eru helgarpabbar telja dagana þangað til barn þeirra er hjá þeim næst (en oft er ekki hægt að hafa það oftar vegna leikskóla þess). Þeir strákar sem enn hafa ekki eignast börn sögðust fúsir vilja taka að sér hluta meðgöngunnar ef það væri lífræðilega hægt, og að þeir myndu ekki taka í mál að vinna í burtu frá heimili s.s. upp á hálendi eða á sjó…á meðan barnið er að vaxa upp!!
Ég held að fullyrðingar um að feður vilji ekki hugsa um börnin sín séu rangar og úr sér gengnar.