Ég á vinkonu sem að á við smá vandamál að stríða. Hún átti barn fyrir sirka 18 mánuðum síðan. Hún og faðir barnsins voru aldrei saman en hann sagðist ætla að vera 100% með í þessu öllu saman. Vildi meira að segja vera viðstaddur fæðinguna.
En á meðgöngunni sýnir hann engann áhuga, skrópaði í sónarinn og fann barnið aldrei sparka, þó svo að hann hitti hana næstum á hverjum degi í skólanum. Svo ákvað hann líka þegar hún var komin svona 7 mán. að hann væri ekki viss um að hann væri pabbinn og fór fram á DNA
En jæja.. vinkona mín eignast barnið þeirra( hann var ekki viðstaddur) og hann mætir á sjúkrahúsið 2 dögum seinna og segist ætla að taka fullan þátt í þessu þaðan af. Þau velja nafn á barnið saman og allt virðist ætla að vera gott.
Hann sér barnið samt lítið fyrstu mánuðina en ætlar alltaf að taka það yfir helgi og svoleiðis. Svo eitt laugardagskvöld er hann búin að lofa að taka krakkann yfir nóttina og vinkona mín var þá búin að gera aðrar ráðstafanir en hann hringir sig svo veikann!!! eins og þetta sé einhver vinna.
Síðar fréttir vinkona mín að hann hafi verið að dópa daginn áður og þess vegna ekki verið vel upplagður þetta laugardagskvöld.
Vinkona mín trompast og segir við hann að hún ætli bara að gera þetta ein. Að hún geti ekki sent barnið sitt til dópista. En hann grátbiður hana um tækifæri og vill fá að taka barnið og hún gefur honum það.
Síðan þá hefur hann oft hringt sig veikann eða komið með álíka góðar afsakanir fyrir að taka barnið ekki eins og það er allt í drasli heima.
Hann var að byrja með stelpu sem við vitum að er í dópinu. Hún er mikið yngri en hann og vinkona mín er ekki alveg að fíla að barnið eigi eftir að líta á hana sem stjúpmömmu sína.
En hvað getur hún gert? ? Á hún að offa á hann alveg?
Hún veit að hann er að dópa af og til en hún hefur ekki sannanir því hann gerir það ekki lengur með sameiginlegu vinum þeirra svo að hún kemst ekki að því.
Hana langar til að cutta alveg á hann og hafa móðurnafnið þá í staðinn fyrir föðurnafnið en fólk er alltaf að segja við hana að barnið eigi eftir að vilja þekkja föður sinn.
Hún veit það náttla alveg og hún hefur gefið honum möööörg tækifæri og er alveg á síðasta strái :) Hvað getur hún gert?
It's cool to stay in school