Komið sæl öll sömul..

Mig hefur lengi langað að vita hvernig augum fólk lítur á stjúpforeldra.

Sjálf á ég engin börn en maðurinn minn til nærri 5 ára á tvo gullmola. Fyrst eftir að við tókum saman beindist öll athyglin að því að ég hlyti að vera algjört skrímsli að taka saman við mann sem ætti konu fyrir. Nú er sennilega rétt að taka fram að maðurinn minn og hans fyrrverandi voru löngu skilin þegar ég kom inní dæmið. Þrátt fyrir það varð ég fyrir miklu aðkasti og þá sérstaklega frá konum sem höfðu misst sína maka til annarra kvenna.

Ég og barnsmóðirin erum í dag mjög fínar vinkonur og það kemur fólki líka spánskt fyrir sjónir. Það á víst að vera afskaplega óheilbrigt, en enginn virðist hugsa út í það að þetta sé kannski það sem komi börnunum best.

Börnin tvö eru orðin fyrir mér í dag eins og þau séu líka mín börn, enda er ég höfð með í ráðum þegar stórar ákvarðanir þarf að taka. Börnunum líður mjög vel þegar þau koma til okkar og finnst ekkert athugavert við það að ég ráði jafn miklu og foreldrar þeirra.

Hvað finnst ykkur um þetta? Líkar ykkur illa við að stjúpforeldrar komi að uppeldi barnanna? Finnst ykkur jafnvel að þetta komi okkur ekki við?

Endilega látið í ykkur heyra.

Kv. BarnaHeill