Ég var í foreldraviðtali á þriðjudaginn og ég er viss um það að hann hefur eitthvað á móti mér. Það byrjaði bara normal verið að ræða um skólan. Svo fór hann að tala um að einkunnir mínar hafa lækkað, svo sagði hann að það væri örruglega vegna þess að ég hef kynnst nýjum vinum. Ok kannski er það einhverju leiti rétt en það er örruglega vegna þess að besta vinkona mín flutti út í eitt ár og hún rak alltaf eftir mér í lærdómnum en þessar gera það ekki auðvitað. Hann fór að tala um það ég væri í miklum áhættuhópi vegna þess að ég ætti nógu góða vini, klæði mig dópistalega og hlusta á þunglyndislega, hvað var hann að meina með því? Ég er ekki í slæmum félagsskap, ég klæði mig ekki dópistaleg venjulega er ég frekar litrík og ég mála mig ekki fyrir skólan svo er ég með appelsínugullt aflitað hár. Svo tónlistin sem að ég hlusta á er allveg ótrúlega fjölbreytt á bilini Beethoven- Marilyn Manson/Sex Pistols og það þunglyndislegasta sem að ég hlusta á er Pink Floyd það er ekki eins og að ég sé eina í heiminum sem að hlustar á þá.
Hvað er hann að dæma um það hvernig ég er? Ég mundi frekar telja mig engil frekar en vandræðaungling held að ég sé sonna í miðjunni. Ég hef aldrei orðið full, aldrei prófað dóp og ég reyki ekki. Á helgum heng ég venjulega heima og horfi á sjónvarpið og heng í tölvunni eða leigi spólu með vinum mínum. Það er ekki eins og ég sé alltaf á djamminu og kem ekki heim í nokkra daga.
Hann hvartaði líka yfir því við vinkonu mína að hún málar sig of mikið um augun sem að hún gerir ekki eyeliner og maskari og spurði pabba hennar hvort að honum hefði ekki finnist þetta ekki óþægilegt. Hann auðvitað bara nei þetta er stíll og hún hefur málað sig sonna í þrjú ár og kennarinn ekkert smá hissa málaðir þú þig sonna 12ára. Sagði svo líka: þegar að ég labba niður götu og og sé fólk þá set ég það ósjálfrátt í einhvern flokk og í hvaða flokk helduru að fólk setur þig í? Hún bara venjulegan þá kom hann bara NEI þú yrðir sett í dópistaflokkin. Hún og pabbi hennar urðu það fúl að þau löbbuðu út og mér fannst það bara gott hjá þeim.
En hvað er þessi kennari að dæma okkur og mig sonna og allir hinir kennaranir líka. Þau vita ekkert hvernig við erum nema í skólanum vita ekkert hvað við gerum eftir skóla stundum gerum við líka í því að vera svartar en það hefur verið sonna 4 sinnnum á þessu ári. Reyndar er eitt sem að hann veit að við gerðum utan skóla og hann varð ekki ánægður það var þegar að við fórum í röðinna fyrir Muse og urðum fyrstar í henni og komum í blaðinu og komum líka í fréttunum. Það var ekki nógu gott fyrir mig vegna þess að það var búið að hringja og segja að ég væri veik og svo vissu allir af þessu og ég ætlaði ekki að mæta á mjög mikilvæg skrekksæfingu vegna svefnleysis og næringarskorts en svo drullaði ég mér áhana.
En hann getur ekki sagt svona um mig og núna treystir mamma mér ekki eins mikið vegna þessa forledraviðtals. Ég er ekkert smá fúl út í hann. maður á nú samt ekki að búast við öðru af manni Kolbrúnu Halldórsdótturog fyrrverandi hassreykjandi Hippa. En er þetta rétt af honum að dæma mig sonna vegna þess að ég er öðruvísi en aðrir og hef meira af sjáfstæðri hugsun?