Mér varð hugsað til þess er ég las greinina “Hjúkkunar eru til skammar…” þegar ég átti son minn. Ekki það að ég sé sammála þeirri fyrirsögn heldur hversu óánægð ég var þegar ég átti son minn. Þannig var að fæðingin gekk ekki nógu vel hjá mér og ég þoldi illa sársaukann svo ég bað um verkjalyf. Hjúkkunar voru mjög tregar til þess að gefa mér þau svo við reyndum aðrar aðferðir. Það dugð í mjög skamman tíma, svo fljótlega aftur var ég farin að biðja um verkjlyf. Mér fannst hjúkkunar tala niður til mín og gera hálf lítið úr mér fyrir að biðja um verkjalyf. Ég og maðurinn minn þurftum að hafa mikið fyrir því biðja þær um að gefa mér þau og mér leið illa og aumingjalega þegar ég loksins fékk þau. Ég veit að hver einasta kona mundi sleppa því að taka verkjalyf ef hún gæti og treysti sér til en í mínu tilviki var sársaukinn mér óbær og mér fannst barnið ekki vera á leiðinni út án þess að ég fengi hjálp. Ég veit líka að lyfin geta haft áhrif á barnið en ef þetta er það sem að maður heldur sé best fyrir sig og barn þá finnst mér að ljósmæðurnar verði að virða það. Það sem mér fannst leiðinlegt við þetta var að ég var að ganga í gegnum það stærsta sem ég hef nokkurntíman gert og er mjög stolt af, að hjúkkunar þurftu að fara svona að og næstum eyðileggja part af minni fæðingarreynslu. Á endanum kom í ljós að sonur minn var mun stærri en búist var við og hann var skakkur í grindinni svo ég endaði í keisara. En svo kom litli prinsinn minn á endanum og þetta allt gleymdist en ég man bara hvað mér leið aumingjalega og fannst ég ekki eiga það skilið. Ég held ekki að það sé auðvelt að ganga í gegnum fæðingu með ókunnugri konu sem öskrar og æpir, en ég veit að hver kona vill að minningin sé góð og að hún geti verið stolt allan tímann í gegnum fæðinguna og mér finnst að ljósmæðurnar eigi að vera þeim samvinnuþýðar og gera það sem þær geta til þess að konunum líði vel. Ég er ekki að reyna að koma óorði á ljósmæður því mér finnst þær vinna mjög mikilvægt starf og án þeirra væru ekki eins margir til í þessum heimi. Mér langaði bara að koma þessu út frá mér og kannski sjá hvort einhver önnur kona hafi orðið fyrir sömu eða svipaðri reynslu. Annars var öll önnur þjónusta til fyrimyndar bæði fyrir fæðingu og eftir, sérstakleg var hann Reynir Tómas yfirlæknir yndisslegur og ég veit að það eru fleiri foreldrar mér sammála um það.

Ung móði