Sko… ég á við MJÖG sjaldgæft vandamál að stríða.
Það er þannig að mamma mín og pabbi eru skilin, og ég bý ein hjá mömmu. Okkur kemur yfirleitt vel saman, auðvitað rífumst við stundum, en það kemur ekki oft fyrir.
Ég elska mömmu mína mjög mikið, og hún er rosalega góð kona, þess vegna finnst mér svo leiðinlegt hvernig ég er við hana.
Mér finnst ofsalega erfitt að ,,játa“ þetta… og ég veit ekki hvernig ég get sagt þetta án þess að þetta verði vandæðalegt, en ég skal reyna :S

Þegar ég var ca.10 ára, þó var ég rétt svo farin að læra um ,,hvernig börnir verða til” og svo einn dagin/kvöldið þegar ég var að fara að sofa, neinei, heyri ég þá ekki bara í mömmu minni….. uhumm…. og sá… æji þið vitið, Í MÍNU rúmi (sko ég var það mikið smábarn að ég svaf ennþá uppí mömmu rúmi) en ég skildi þetta alveg og hef ekki gleymt þessu þó að það sé langt síðan. Mamma veit ekki að ég sá þetta og mun sjálfasgt aldrei komast að því.

Nema hvað, ég gleymdi þessu bara (eiginelga ekki :S) en svo kom að því að hún fór að deita einhvern gaur, svo fór ég í sumarfrí til frænku minnar útá land og þegar ég kom aftur, þá voru þau byrjuð saman. Hann svaf alltaf heima hjá okkur, og undantekningarlaust heyrði ég í þeim á nóttunni og fannst þetta alveg HRÆÐILEGT… veit ekki af hverju. Ég var svona 11 ára þá.
Þetta samband entist ekki lengi.

Svona er þetta búið að ganga nokkur síðustu ár… það koma nokkrir menn á ári og sofa hjá mömmu., og alltaf vakna ég og sofna ekki aftur…

Nú er þetta orðið þannig að alltaf þegar mamma talar við einhverja kalla í símann, þá verð ég ógeðslega pirruð og virkilega leiðinleg við mömmu. Mamma sem veit náttúrulega ekki ástæðuna, heldur að ég sé svona ÖFUNDSJÚK og vilji ekki að hún eignist mann, því þa verði ég ekki lengur númer eitt.
Það er alls ekki málið!

Auðvitað vil ég að mamma mín sé ánægð og eignist mann, en ég vil ekki þurfa að heyra í þeim… kannski er ég eitthvað skrítin, en mér finnst þetta bara hlutur sem ég Á ekki að þurfa að heyra og VILL ekki heyra…. sama hvað!

Nú eru málin þannig að mamma mín hangir í símanum nokkra klukkutíma á hverju EINASTA kvöldi og er búin að viðurkenna að það sé maður sem hún er hrifin að sem hún er að tala við.

(gleymdi að segja frá því að það eru ca. 2 vikur síðan ég fann smokk á náttborðinu hennar)

Nú er ég orðin sjúklega hrædd um að hún fari að bjóða þessum manni heim og.. ummhumm…. þivitið… en þegar þetta hefur gerst, td, á virkum dögum, þá hef ég ekkert sofið alla nóttina og er að fara í skólann daginn eftir… þetta gengur ekki.

Þá er spurningin: Hvað á ég að gera????
Ekki segja mér að tala við mömmu., ég mundi aldrei geta útskýrt þetta fyrir henni, ALDREI!!!

Ps. þetta er kannsk ekki VANDAMÁL hjá ykkur, en hjá mér er það það, svo ég vil ekki sjá nein skítaköst!


Kveðja BITCH1