þetta fékk ég sent í email frá stelpu sem ég þekki
pæliði í þessu aðeins

Kæru vinir!

Ég vil biðja alla sem fá þetta að lesa þetta vel. Ekki bara henda þessu,
þetta er engin keðja eða neitt slíkt og þið verðið ekkert að senda neitt
áfram ef þið viljið það ekki. En ef þið viljið vekja athygli á þessu, þá
megiði endilega senda þetta áfram, því það vekur fólk til umhugsunar, og því
fleiri því betra. ég veit að einhver ykkar hafa fengið þetta e-mail áður en
núna er bréfið lengra…

Hrafnhildur Líf fæddist þann 10. október 2001,og þann 12 maí sl dó hún af völdum heilahimnubólgu.

Veikindasaga Hrafnhildar var ekki löng.Það má lesa um það í skýrslum að 30. apríl komu foreldrar hennar þau Baldur Svavarsson og Sóley Sævarsdóttir á Barnalæknaþjónustuna í Domus medica en þá hafði hún verið með hita í sólarhring.Þá sáust merki um dreifðar húðblæðingar á fótum.
Skoðunin leiddi ekkert alvarlegt í ljós og var talið að um veirusýkingar væri að ræða en vegna húðblæðinganna var haft samband við barnadeild Landspítalans og samið um að þangað mætti koma með Hrafnhildi ef henni versnaði. Þangað komu foreldrar hennar með hana daginn eftir,þótt henni hefði ekkert versnað, og við komu þangað var hún hitalaus. Næstu daga var hún hitalaus og frísk en veiktist að kvöldi þann 6.maí og var með hita og hósta. Daginn eftir þann 7. maí var hún sett á sýklalyf því talið var að hún væri með sýkingu í kinnholum og ennisholum.

Móðir hennar fór svo aftur með hana upp í Domus Medica þar sem að hitinn var orðinn ansi hár og hún ældi nokkrum sinnum.
Læknirinn lýsti upp í munninn á henni þar sem hún lá í fangi móður sinnar, hún ældi á biðstofunni bæði fyrir og eftir skoðunina. Hann sagðist ætla setja hana á ný sýklalyf og sendi þau svo heim eftir 5 mínútna skoðun.
Í skýrslu læknisins segir að engar húðblæðingar hafi verið vart í þetta sinn og enginn stífleiki í hnakka hafi greinst.

Þetta vara að öllu leiti ósatt.Hann athugaði aldrei hvort hún væri hnakkastíf því hún lá í fangi móður sinnar allan tímann. Honum var einnig bent á nýjar húðblæðingar á hálsi en hann sagði að þetta væri út af uppköstum.

Móðir hennar hringdi svo upp á læknavakt um kvöldmatarleitið og sagði þeim að barnið væri með 40 stiga hita og þar sagði hjúkrunarfræðingurinn henni að gefa henni stíl. Hún sagði henni að þeir virkuðu ekki og henni var þá sagt að bíða og sjá til. Hún hringdi svo á bráðamóttöku Landsspítalans og þar fékk hún sömu svör og á læknavaktinni að hún skyldi bíða og sjá til.
Um nóttina vaknaði hún og tók um eyrað á sér og kveinkaði sér.

Um morguninn kl 6. Vaknaði fjölskyldan og þá var Hrafnhildur Líf sljó og andstutt. Móðirin hringdi á læknavaktina og henni var sagt að það gæti tekið um 2 tíma að fá lækni heim. Sóley skellti þá símanum á læknavaktina og hringdi strax upp á bráðamóttöku, og sagðist vera að koma með barnið þegar í stað, því að það væri orðið fölt. Sú sem varð fyrir svörum sagði að hún mætti koma með hana strax en það væri annað barn þegar á leiðinni til þeirra.

Mamma hennar var að klæða hana í sokkabuxurnar þegar hún missti meðvitund og hætti að anda. Faðir hennar var frammi og heyrði hræðileg óp og hljóp til hennar og byrjaði að blása í hana lífi, en fann alltaf að hjartað sló.
Þau hringdu strax á sjúkrabíl og hann kom fljótlega. Þegar þau komu á sjúkrahúsið var Hrafnhildi gefið raflost til þess að koma hjartanu af stað og var hún sett í öndunarvél og allt gert til þess að viðhalda lífi hennar en ljóst var að héðan af var ekki aftur snúið.
Það var síðan 12. maí sem slökkt var á öndunarvélum. Og hún var lögð í fangið á föður sínum.
Eftir krufningu var staðfest að hún lést af völdum heilahimnubólgu -pneumococca. En hér á landi hafa aðeins 3 látist af völdum hennar á síðastliðnum 27 árum.

Nú standa Foreldrar Hrafnhildar í harðri baráttu við landlækni þar sem þau krefjast einungis að verði viðurkennd mistök og taka þau fram í
Helgarblaði DV að þau vilja engar skaðabætur, því ekki er hægt að setja verð á dóttur þeirra.
Ég vil biðja alla þá sem lesa þetta að senda áfram til allra í
addressbókinni hjá sér.

Hjálpum þeim að koma í veg fyrir að svona komi fyrir aftur. Svona mistök eiga ekki að eiga stað í heilbrigðiskerfinu okkar. Það hefði verið meiri líkur en minni að hún næði bata ef hún hefði verið skoðuð almennilega og hlustað hefði verið á foreldra hennar, sem hafa misst allt.

Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur fyrir foreldra hennar sem standa
nú í lögmönnum.


Margt smátt gerir eitt stórt.


Banki: 1150. Reikningur: 409990. Höfuðbók: 05. Kennitala: 240680-4759.
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950