Greinin mæður sem vilja ekki vera mæður ýti undir það að ég ákvað að skrifa um þetta.

Ég á vinkonu sem er núna í kringum 21 ára gömul. Hún á lítið barn sem fæddist á þessu ári. Þegar hún komst að því að hún var ólétt þá hugsaði hún sig vel um og ákvað að eiga barnið. Hún byrjaði samt að reykja meir og fá sér í glas öðru hvoru á meðgöngunni. Ég benti henni mörgum sinnum á hvað hún væri að gera barninu. Eitt skiptið þegar hún var á sjötta mánuðinum þá sagði hún að hún vildi barnið ekki lengur.

Ég krosslagði fingurna og vonaðist til að ástandið myndi nú batna. En 3 vikum eftir að hún átti þá fór hún í helgarferð út á land sem var bara fillerí. Síðan þá hefur hún verið á djamminu, nú eru liðnir sirka 8 mánuðir síðan að hún átti. Hún umgengst barnið sitt lítið sem ekkert. Aðrir meðlimir í fjölskylduni eru með barnið þegar hún nennir ekki að sjá um það.

Það sem ég er mest hrædd um er barnið. Það hafa komið upp of mörg skipti þar sem barnið hefur farið í gólfið því móðir þess var ekki að fylgjast með því. Ég hef ásamt öðrum í kringum þessa stelpu velt fyrir okkur hvað er hægt að gera. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvort að barnavernd geri eitthvað í þessum hlutum. Þessir hlutir sem ég nefni eru bara brot af því sem hún hefur gert.

Kv.
Plebba