Ég veit að þetta á kanski ekki alveg við en það er enginn staður fyrir fjölskilduvandamál svo mér datt í hug að leita hingað.

Málið er að ég og mamma mín höfum átt í miklum vandræðum og ég bí núna hjá ömmu minni og afa. Ég ættla að skíra frá því sem kom fyrir og hvernig allt var áður en ég kom hingað og hvernig allt er núna.

Þegar mamma var 3 ára gömul datt hún ílla á hausinn og hún hefur einhverjar heilaskemdir sem láta hana hugsa ekki alveg rökrétt stundum. Hún gerir þannig ekki alltaf grein fyrir því hvað hún hefur búið til í huganum og hvað gerðist í raunveruleikanum.
Þegar ég var lítil langaði mig að fara í ímirslegt en hennar svör voru alltaf þú ert of feit. Ég var ekkert feit á þessu tímabili. Ég var grön og alveg rosalega sæt. En núna er ég örlítið feit.
Svo þegar ég var í þriðja bekk birjaði allt að fara í bál og brand. Það hófst með að frændi minn(Í föðurættinni sem var góður vinur mömmu)framdi sjálfsmorð. Þetta var mikið áfall fyrir okkur. Mamma frænda míns(Föður amma mín.)er núna örlítið rugluð og hefur endalausar áhigjur af öllum og alveg sérsdaklega mér og frænda mínum. Svo ári eftir veigtist litla systir mín og lá inni á spítala í fimm vikur. Mamma hefur ekki beint náð sér eftir þetta og systir mín er núna mysþroska og þurfti t.d. að taka fyrsta bekk tvisar. En svona hálfu ári seinna greindis mamma með Crons sem er ólæknandi sjúkdómur. Hún fékk alveg hrikalegt áfall og fór að breitast töluvert eftir það. Fyrst kendi hún guði um allt og henti öllum krossum og þvíumlíku út af heimilinu. Svo fyrir þrem árum þegar ég fór í 5 bekk fluttum við á nían stað. Þá var mamma farinn að setja sökina örlítið á mig en ekkert mikið og ég tók eiginlega ekkert eftir því. En meðan ég bjó hjá henni birjaði hún að slá mig og verða ólík sjálfri mér. Hún fór að taka upp gömul mál og við rifumst nánast á hverju kvöldi. Hún sagði að ég ætti að hjálpa sér heima,leika við vini mína og sinna áhugamálum mínum. Ég gat því miður ekki gert nema eitt af þessu og festist að lokum heima hjá henni. Fljótlega fórum ivð að hata hvor aðra og mér fanst það hræðilegt. Mamma hætti að verða mamma við litlu systur mína þannig ég gekk í móðurhlutverkið. Ég fékk kvíðaröskun en þorði ekki að taka lifin og er núna þunglind eða eitthvað því ég er stundum í sjálfsmorðshug eða brotna bara saman upp úr þurru. Það endaði þannig að mamma mín var þrisvar sinnum kærð fyrir barnavendarnemdinni og þegar ég lauk við 6 bekk flutti ég til ömmu minnar og afa(Foreldra mömmu) á akureyri. En við mamma birjuðum þá að reina að verða vinkonur aftur. Fyrst birjuðum við að tala saman í síman og reina að skrifast á. En svo fór ég til hennar um páskana og sama sagan birjaði aftur og í sumar. Mig langar að vera með mömmu minni og lifa góðu lífi. Geta hitt hana í fríum án þess að verað hræd um að vera sleiginn eða eitthvað svoleiðis. Mér þikir vænt um hana. En mig vantar aðstoð og ef einhver veit hvað við ættum að gera þá myndi ég þigja hjálpina því mig langar að fermast(Ég fermist í vor)með mömmu minni og vera ánægð með henni. Ekki stöðugt vera hræd