Ég var bara að koma úr heimsókn hjá frænsku minni og tveimur strákunum hennar. Annar eru nýfæddur og hann fæddist á síðasta miðvikudag 8unda Óktóber og er næstum vikugamall og hinum sem verður þriggja ára 16 nóvember sem er dagur íslenskrar tungu.

Þegar lilli fæddist var hann 16 merkur, 53 centimetrar á hæð og 4 kíló á þyngd. Hann er alveg ótrúlega sætur og þegar við komum brosti hann smá til mömmu og sva þegar var verið að skipta á honum sem var þegar ég og mamma vorum alveg að fara þá brosti hann til mín og var brosandi frekar lengi. Ég var líka mjög mikið að leika mér við hinn frænda minn svo að hann yrði ekki afbrýðissamur út í litla bró. Og ég var leikandi við hann mest allan tímann.

Við gáfum báðum strákunum gjafir og við gáfum lilla bol sem var hvítur með grænum ermum og það var á honum mynd af fótbolta svo fyrir neðan það var + merki og svo kom mark með bolta inn í og svo kom = merki og mynd af fótbolta stráki, þetta var mjög flottur bolur sem ég keypti í Zöru í smáralindinni. Ég held að eitt það skemmtilegasta sem maður gerir í lífinu er að kaupa föt á lítil börn. Svo keyptum við líka gjöf handa stærri strákinum svo hann fengi líka pakka og því að hann er með playmó æði þá keyptum við handa honum playmó riddara og hest sem var með fullt af auka hlutum eins og sverði, brynju oog alls konar dót. Þegar ég var lítill var ég alltaf að leika mér með playmó og það er gaman að sjá að hann er að gera það sama. Ég á fullt af playmó dóti og ég hugsa að ég geti gefið honum mitt dót því að ég leik mér ekki með þetta lengur.

Ég hlakka til að fara að sjá litla frænda minn aftur og líka littla/stóra frænda. Ég ætla að reyna að gera það sem fljótast til að geta verið með þeim og leikið við þessi littlu krútt.

Kveðja Birki