Ég ætla að gera undantekningu frá C/P banni og smella þessu hér til að vekja meiri athygli á þessu máli. Vonandi fyrirgefst mér það. Þetta er tekið beint af síðunni www.barnaged.is:

“Kæri lesandi.

Þann 10. október nk. er Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn og í ár er hann tileinkaður börnum og unglingum með tilfinninga- og hegðunarraskanir. Samkvæmt skýrslu starfshóps um stefnumótun í málefnum geðsjúkra sem afhent var Heilbrigðisráðherra þann 10. október 1998 kemur fram að 20% barna á Íslandi eigi við geðheilsuvandamál að stríða og talið er að 7-10% barna í þeim hópi þurfi á geðrænni meðferð að halda. Í skýrslunni kemur fram að innan við 0.5% barna á Íslandi með geðheilsuvandamál fái viðunandi þjónustu.

”Það er ekki nóg að finna þau börn sem eiga rétt á aðstoð samkvæmt lögum, heldur þurfa líka að vera til staðar úrræði sem veita þeim aðstoð samkvæmt lögum“

Við undirrituð skorum á ríkisstjórn Íslands að:

móta heildstæða stefnu varðandi þjónustu á geðheilbrigðissviði fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra.
standa við gefin loforð um aukna þjónustu við börn og unglinga með geðraskanir og stuðla að úrbótum í þessum málum hið bráðasta.

Undirskriftalistinn er rafrænn þannig að einungis þarf að slá inn kennitölu í reit hér fyrir neðan og ýta á takkann ”Undirrita“. Þá bætist nafn þitt efst á listann en kennitala þín verður ekki sýnd á vefnum.

Með þökk fyrir stuðninginn,
stjórn Félags foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga.”

Ég vil því biðja alla sem hafa áhuga á að bæta þjónustu veið börn og unglinga með geðraskanir að fara á þessa síðu og bæta sínu nafni við listann. Eins og staðan er í dag er alveg til skammar hversu litla aðstoð þessi börn og fjölskyldur þeirra fá. BÖrn með líkamlega sjúkdóma fá miklu betri þjónustu og mun betri úrræði eru í boði fyrir þau. Biðlistar eftir hjálp fyrir börn með geðraskanir eru ótrúlega langir og hreinlega ekki forsvaranlegt. Sæuð þið í anda að barn með sykursýki yrði látið bíða í fleiri mánuði eftir að fá viðunandi meðferð? Þetta er það sem börn með geðraskanir og foreldrar þeirra þurfa að sætta sig við. Á meðan versnar oft ástandið til muna. Á unglingadeild BUGL er nær eingöngu hægt að taka inn bráðatilvik, en það eru fullt af unglingum sem bíða á biðlista eftir meðferðarplássi svo hægt sé að gera úttekt á vandamálum þeirra og finna viðeigandi meðferð. Ástandið á barnadeildinni er ekki mikið skárra.

Tökum nú höndum saman og styðjum þetta átak!!!
Kveðja,