Ég fékk þetta í pósti og ákvað að setja hingað inn.
————————————————- ————

Kaffihlaðborð til styrktar Hilmi Guðna Heimissyni verður haldið í Fáksheimilinu Vatnsveituvegi sunnudaginn 5. október nk. frá 14-18. Hilmir Guðni greindist fljótlega eftir fæðingu með ólæknandi lifrarsjúkdóm og fór til Bandaríkjanna 30. september í lifrarígræðslu aðeins 3. mánaða gamall.
Ýmsir listmunir verða boðnir til sölu, málverk eftir Árna Bartels, Hannes Scheving, Jónu Bergdal, Sigríði Sæmundsdóttur (Mónu) og Tolla. Leirlistamunir eftir Aldísi, Hildi Símonardóttur og Sigríði Róbertsdóttur.
Einnig verða seldar blómaskreytingar eftir Kristján Inga Jónsson.
Boðið verður upp á söngdagskrá þar sem koma munu fram listamennirnir Páll Rósinkrans, Hreimur og Árni úr Landi og sonum, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, Katrín Halldórsdóttir, Þórey Heiðdal, Hljómsveitin Jónas og unga söngparið Ási og Ólöf.
Allir listamennirnir gefa vinnu sína og allur ágóði mun renna óskertur til söfnunarinnar. Borðin munu svigna af kaffiveitingum sem Fákskonur og fleiri hafa lagt fram. Inngangseyrir er kr. 1.500,- fyrir 13. ára og eldri.
Frítt fyrir börn.