Þetta er nú eiginlega ekki grein en ég ákvað að setja þetta hingað af því að ég held að þetta fái meiri athygli hér heldur en á korknum.
Kona sem ég þekki er að gera könnun um merkingar á flíkum og þarf að fá 500 út fylltar kannanir til þess að geta sent þetta, ég er ekki alveg með þetta á hreynu en þið sem viljið fá þessa könnun sendið mér e-mail á krissa4@simnet.is og ég sendi ykkur könnunina.

Svo er það annað, kona sem ég þekki ætlar að reyna að gefa út litla bók með sögum af einelti, hún er komin með 3 sögur og ein er frá mér. Hún vill vekja fólk til umhugsunar með þessari bók og sýna fólki hvernig helvíti þetta er, hvernig börnunum líður og hvernig þeim líður í dag. Mér finnst líka svo sniðugt að fá sögur úr öllum áttum af því að eineltis aðferðir eru svo misjafnar. Þið þurfið ekki að koma undir nafni frekar en þið viljið en ég held að það sé komin tími til að gefa út bók með sönnum sögum frá venjulegu fólki.
Þið sem hafið áhuga á að segja söguna ykkar, þetta þarf ekki að vera margar blaðsíður bara það sem þið treystið ykkur til endilega sendið mér á krissa4@simnet.is
Kveðja
HJARTA sem ætlar að berjast gegn einelti
Kveðja