Sælt veri fólkið!

Ég er núna að verða 15 ára og hef aldrei haft samband við pabba minn, nema í gegnum síma nokkrum sinnum á ári og hitti hann svona 1-2 á ári.. Þetta fór alrei neitt í mig þegar ég var yngri líklega vegna þess að ég á svo frábæra mömmu og bróðir, en það var samt doldið ruglingslegt þegar ég var yngri að sjá krakkana á leikskólanum með karlmanni sem þau kölluðu pabba. Þegar ég fattaði svo að ég átti líka pabba, sagði mamma mín mér að hann byggi bakvið fjöllin, til að hlýfa mér frá því að hann vildi ekki hitta mig.
Ég hef allaveg verið að spá mikið í þessu af hvernig feður geta gert þetta, lokað fyrir samband við barnið sitt. Mamma mín hefur aldrei beðið hann um að hafa ekki samband heldur beðið hann um að hafa samband. En hann vill bara einfaldlega ekki hafa samband við mig, sem er hans mál. Er það ekki réttur barna að hitta foreldra sína? Er það ekki hans skilda að reyna að halda sambandi við barnið sitt, ég meina hann vissi nú alveg afleyðingar þess sem hann gerði fyrir 15 árum!
Hann lét mig í DNA prufu þegar ég var lítil til þess að vera viss um að hann eigi mig, og þá var það komið hreint að hann átti mig. Hann hringdi mjög mikið á tímabili þegar ég var svona 6 til 8 ára, þegar hann var blindfullur og lofaði mér öllu björtu, en það eina sem hann gat gert var að senda mér pening, sem var nú samt ekki oft. Peningur er ekki það sem börn vilja! Þegar ég fermdist þá vissi hann um það og ég hafði aldrei hitt konu hans eða systir mína sem var þá 10 ára og óskaði þess að hann kæmi með sinni fjölskyldu, en það gat hann ekki. Hann gaf mér pening í fermingargjöf en hann gat ekki látið mig hafa hann heldur lagði hann inná reikninginn minn líklegast til þess að komast hjá því að hitta mig. Hvernig geta feður/mæður gert börnunum sínum þetta? Ég er ekki eina tilfellið sem hefur komið upp hjá honum, ég á 3 önnur sistkyni sem hafa lent í þessu, ég hef haft samband við systir mína frá því að ég var 10 ára, en um jólin buðu hann og konan hans okkur heim til hans í mat, ásamt börunum og maka sistkyna minna. Þar hitti ég yngri systir mína í fyrsta sinn, konuna hans, 2 bræður mína og þekkti systir mína eldri fyrir. Mér fannst þetta vera virkilega erfitt að vera þarna, og grét inní mér.. Þetta voru sistkyni mín, pabbi minn og konan hans og börnin hennar, og ég þorði ekki að gefa frá mér hljóð… Pabbi minn var orðinn drukkinn þegar að hann settist hjá mér og sagði mér það að ég ætti að fá húsið hans yfir helgi til að halda partý, og mig langaði mest til að grenja og öskra að það sé ekki það sem ég þurfti, en tjáði mig ekkert í því máli.. Ég hef allavegana enga löngun lengur til að hafa samband við hann, og er búin að ákveða það að ef að honum snúist hugur, og langi til að hafa samband við mig að þá er ég svo tilbúinn að loka vel á það, segja bara fokk jú tú leit kallinn!

Eru það margir sem eru “hafnaðir” af foreldra sínu?

Æjj ég varð einhvernveginn að tjá mig á þessu máli, en þetta er eikkað sem ég hugsa mikið um afhverju hann gerir þetta, hvort það sé að ég sé ekki nógu góð eða hvað er það?