Mér finnst gott að það er komin vefur loksins um ættleiðingar en það er samt eitt sem ég hef tekið eftir og það er að það er eins og hann hafi aðeins verið hugsaður með fólk í huga sem er að fara eða langar að ættleiða barn. Hvað með stúlkur sem urðu jafnvel ófrískar fyrir slysni og vilja t.d ekki fara í fóstureyðingu, ég meina stelpur eða konur sem vita ekkert hvert á að snúa sér í sambandi við ef þær eru að hugsa um að gefa til ættleiðingar. Mér persónulega finnst allt of lítil umfjöllun og hjálp fyrir þær, leitaði t.d á netinu en fann ekkert. Ef eitthvað væri um þetta og kannski einnig reynslusögur annara kvenna þá myndu sumar konur örrugglega ýhuga það að minnsta kosti. Það eru alltof margar stúlkur sem fara í fóstureyðingu án þess að vera jafnvel kynntar fyrir hinum kostinum og það er líka mikið af fólki sem getur ekki átt börn. Þannig mér finnst að það ætti að minsta kosti að vera eitthvað um það líka.