Speglar eru snilld! Það er hreint ótrúlegt hvað spegill getur róað lítið barn niður!
Það bregst ekki að í minsta lagi 95% tilfella.. sem ég er að passa.. krakkin er órólegur og ég veit ekkert hvað hann vill.. þá bara sýni ég honum sjálfan sig í speglinum og hann róast ekkert smá niður, brosir og hlær og verður voðalega áhugasamur um litla barnið á móti sér! Við áttum svona litla spegla sem eru sérhannaðir fyrir börn, er til endalaust af þessum típum.
Þeir láta barnið vera upptekið af sjálfum sér í alveg dágóðan tíma!
Svo á mamma svona spegil sem er svona kassi eitthvernvegin og með speglum á öllum hliðum, eitthvað svona skraut til að hafa á gólfinu.. og Litli frændi minn hann hreinlega dýrkar þennan spegil. skríður í áttina að honum og lemur i spegilin og reynir að koma við “hitt barnið”

Kanski ekki mikill tilgangur í þessari grein.. en ég var bara að fylgjast með honum Alexander mínum í dag.. vera að skoða sig og dást og hlæja af sjálfum sér. Það er bara svo sætt að fylgjast með þessu..