Ég hef verið að spá í hvort að krakkar séu ekki ofvernduð nú til dags. Í eldgamla daga var skemmtun horfðu þá á þegar menn voru hengdir, brenndir á báli og margar fleiri leiðir til að taka þá af lífi. Þau höfðu mjög gaman af þessu. Þau óttuðust heldur ekki eins mikið dauðann. Þó að ég vil taka það fram að ég er auðvitað á móti því. En ég verð að spurja gerði þetta þeim eitthvað vont?
En eins og með kvikmyndirnar. Eru við ekki að ofvernda krakkana. Svo að ég tek einhver dæmi um það er Adams fjölskyldan bönnuð innan 12 meðan Verical Limit er það ekki. Persónunlega finnst mér Vertical Limit verri mynd fyrir yngri kynslóðina, heldur en The Adams Family. Svo um daginn var ég að fara í bíó með vinum mínum og mamma mín vildi helst ekki að ég færi vegna þess að hún þekkti þá ekki. Ég þurfti að kynna þá fyrir henni fyrst til þess að fara í bíó með þeim.
Finnst ykkur ekki að við lifum í ofvernduðu umhverfi. Pabbi vinar míns er líka einn af þessum foreldrum sem ofverndar börnin sín. Hann má ekki tala við stelpur, fara á böll, verður að vera kominn heim kl:7 og má ekki fara út eftir það. Er það ekki ofverndun. Auðvitað eru ekki allir svona. Ég veit líka um mörg dæmi þar sem börnin eru ekki svo mikið vernduð. Mér finnst að allir foreldrar og forráðamenn eigi bara að fara eftir því hvað börnin sín þola og treysta því að þau geta bjargað sér úr sumum klípum , en ekki endilega öllum.

En ég spyr ykkur finnst ykkur ekki þjóðfélagið ofvernda sérstaklega börn og alla aðra líka.

kv. Disneyfan