Ég er orðinn pabbi (hugleiðing) Vá aldrei bjóst ég við því að ég ætti eftir að skrifa grein á þetta áhugamál en svona er þetta:)

Að reynzi skuli vera orðinn pabbi er ótrúlegt…hvernig getur “strákur” sem að rífur kjaft og heldur að tilgangur lífsins sé að fara á fyllerí og er skítsama um allt og alla, allt í einu kominn með ótrúlegt kraftaverk í hendurnar. Þetta kraftaverk treystir á mig og ég verð að standa mig er það ekki?

Er kominn tími fyrir mig að þroskast? Nú er mér ekki skítsama um allt og alla, nú er komið eitthvað sem að ég verð að gefa mig allan í.
Nú verð ég að mæta vel í vinnuna því nú hef ég ekki efni á því að tapa henni, ég er ekki lengur að hugsa um sjálfan mig og engan annan.
Nú fer ég ekki á fyllerí á mánudegi.
Nú fer ég jafnvel ekki á fyllerí um helgar svo vikum eða mánuðum skiptir…kannski bara aldrei aftur.
Nú fer ég ekki til útlanda þegar mér sýnist.
Nú kaupi ég ekki allt það drasl sem mig langar í.

En það er allt í lagi…því ég hef þig litla prinsessan mín…kraftaverkið mitt…og ég á þig.

Það ER kominn tími fyrir mig að þroskast…því það er svo miklu betra ekki satt? …Nú hef ég einhvern tilgang með þessu öllusaman,betri tilgang, ekki bara að hugsa um næstu helgi.

Mér líður ótrúlega, ég er nýkominn af fæðingardeildinni en samt sakna ég ykkar ógurlega. Litlu prinsessunnar minnar og mömmu hennar sem ég elska svo heitt.

Ég held að ég sé búin að átta mig á þessu…ég held að ég sé búin að þroskast yfir þann tíma sem ég er búin að fylgjast með þér myndast…ég vona það og ég vona að ég standi undir væntingum þínum. Allavega sé ég ekki eftir neinu og mig hlakkar til að ala þig upp.

úffffff…..er reynzinn ekki lítill strákur lengur? þessi tilhugsun hræðir mig svolítið…en ekki eins mikið og mig hlakkar til að takast á við hana! Ég ætla að standa mig…

kveðja
nýr og betri reynzi :)
Nei engin undirskrift hjá mér