Hér er frétt af mbl.is sem mér fannst mjög truflandi.

Par í bænum Kittanning í Pennsylvania-ríki hefur verið ákært fyrir að myrða fjögurra ára gamla stúlku en lögregla fann lík hennar í kælitösku aftan við heimili parsins. Bar líkið vott um að hin látna hefði sætt mikilli vannæringu. Ekki er enn ljóst hvernig stúlkan lést og ekki er vitað hvort hin ákærðu, James Tatar og Janet Crawford, eru kynforeldrar hennar en hún hafði verið í umsjá þeirra um skeið.
Sýnt þykir að stúlkan hafi látist fyrir nokkrum vikum. Félagsráðgjafi, sem heimsótti parið í júní, hitti þar stúlku sem kynnt var sem Kristen. Ekki er þó öruggt að þar hafi verið hin látna þar sem barnið virtist, að sögn félagsráðgjafans, heilbrigt en látna stúlkan var mjög illa hirt og vannærð. Félagsráðgjafar reyndu nokkrum sinnum að hafa uppi á stúlkunni síðan en fengu þær upplýsingar frá forráðamönnum hennar að hún væri á kaþólsku góðgerðarhæli. Þegar hún fannst ekki þar var lögreglu gert aðvart.

Hvaða ástæðu ætli þessi ógeð hafi fyrir því að gera svona viðbjóð?
Svona nokkuð er nokkuð mikið algengara í Bretlandi eða bandaríkjunum náttúrulega en hvað ef að Ísland verður svona?
Hvað gera Íslenskir foreldrar ef að eitthvað svona fer að gerast?
Pælið!
Kv, Yaina