Ástralskur sérfræðingur að nafni George Cristos er lektor í stærð- og eðlisfræðin við Curtin-tækniháskólann. Hann hefur komið fram með nýjar áhugaverðar kenningar um vöggudauða. Hann heldur því fram að draumar ungbarna séu svo raunverulegir að líkamsstarfsemi þeirra breytist. Hann vill meina það að ungbörnin dreymi að þau séu enn í móðurkviði og hreinlega hætti að anda. Hann hefur vitnað í bandaríksa rannsókn sem sýndi fram á það að fólk hætti að anda þegar að það dreymdi að það væri undir vatni. Engar sannanir liggja hinsvegar fyrir kenningu Cristos og margir vilja meina að hún eigi ekki við nein rök að styðjast en engu að síður er þetta mjög áhugaverð kenning þar sem í raun er ekki fyrir víst vitað hvað veldur vöggudauða ungra barna.