Þessi grein mun reyndar ekki bara fjalla um verslunamannahelgina heldur líka bara aðrar helgar og “rauða daga” yfir höfuð !

Drykkja => Ég tók eftir áliti í einhverri greininni hérna á “börnin okkar” sem “izelord” skrifaði “Svo er náttúrulega hitt málið, með foreldra með táninga.Þegar unglingar eru komnir í tíunda bekk þá er næst vafalaust að þeir farnir eru að snerta áfengi. Og ég bið ykkur, vegna reynslu, að kaupa fyrir ”krakkana“ ykkar létt vín, og vita því hvað þau drekka! ” Ég persónulega er mjög sammála þessari menneskju, ég er sjálf í 10.bekk og auðvitað hef ég drukkið áfengi. En þessi örfáu skipti sem ég hef gert það þá var þeð nú ekki mikið. En FORELDRAR, þetta er bláköld staðreynd að við krakkarnir höfum ÖLL smakkað áfengi þegar við erum í 10.bekk og ef ekki fyrr. Ég er þetta týpíska “Englabarn” sem allar mömmur elska… En ég hef drukkið og ég hef reykt ! Að reykja er eikkað sem ég ætla ekki að gera aftur, en ég er alveg sammála “izelord”“ að ég held að það sé lang best að þið kaupið vínið fyrir okkur, þá vitið þið hvað við erum að drekka, og jafnvel hversu mikið ! Er það ekki sniðugra heldur en að hafa áhyggjur af spurningunni ”ættli hann/hún sé að drekka".. Og sérstaklega um verslunamannahelgina… ef okkur verður hleypt út á land með vinahópnum þá er það engin spurning hvort við drekkum eða ekki… það er bara misjafn hversu mikið við látum í okkur, sumir eru orðnir nógu þroskaðir til þess að vita hvenar er komið nóg, en aðrir ekki. Og foreldrarnir sjálfir ættu að vita hvort einstaklingurinn er orðinn nógu þroskaður til þess að fara eitthvað án foreldra yfir höfuð !

Kynlíf => Svo er það alltaf stóra spurningin : er hann/hún byrjuð/aður að stunda kynlíf. Verið ekkert að velta ykkur uppúr því. Byrjið bara á því að fræða krakkana um kynlíf ekki seinna en í 8.bekk (og ef skólanum er skipt þannig að 7 - 10 bekkur sé saman í skóla, þá ekki seinna en í 7. bekk) Krakkarnir í 7.-8. bekk líta nefninlega ótrúlega mikið upp til krakkanna í elstu bekkjunum, og krakkarnir í t.d. 10.bekk eru oftast nær byrjaðir að stunda kynlíf. Og ef þú (foreldri) treður því bara nógu oft inní hausinn á barninu að það á að stunda öruggt kynlíf þá ætti það að taka mark á þér. Og það væri lang best að þú myndir útvega því getnaðarvarnirnar, þá skilur barnið það að þú meinir það sem þú segir og svo líka þarf það ekki að stunda einhver svakalegan feluleik með þetta allt saman..

Jæja ég eiginlega nenni ekki að skrifa um fleiri atriði akkurat núna.. svo það kemur kannski meira seinna…