- Ég hef ekki sent inn grein á þetta áhugamál áður en -

Ég var að horfa á mynd með litlu frænku minni fyrir stuttu, hún er 6 ára og við horfðum á einhverja mynd á RÚV, held hún heiti Dunston Checks in. Hún skemmti sér og ég gat nú hlegið af aulahúmornum í myndinni. En ég hugsaði aðeins um myndina. Ég komst að þeirri niðurstöðu að Hollywood framleiðendur halda að börn séu gjörsamlega heilalaus. Þessi mynd er bara inn-um-annað-út-um-hitt mynd. Ekki bara það að þessi mynd fór í mínar fínustu og líka það að hún fór að apa <skemmtileg tilviljun ;)> allt eftir myndinni, fór að príla útum allt og fór að sóða allt út ég var alveg að springa þartil hún róaðist allt í einu,´´eg er ekki viss hvers vegna(ps hún var ekki í sykursjokki)

Bara svona að spá, það er ekkert að því að filtera úr það sem börnin ykkar eru að horfa á í sjónvarpinu, allavega er ég viss um að þið yrðuð ekki ánægð ef krakkar ykkar myndu hella kóki yfir gólfið eða henda ís í veggin og svona. Ég er að verða 15 ára og á ekki börn, en svona að vekja fólk til umhugsunar um þetta.

kveðja
HearnZ