Ég hef nú áður rætt um mikilvægi þess að foreldrar ræði við börn sín um kynlíf og fræði þau um þessa hluti. Það eru til margar erlendar síður stílaðar upp á foreldra og ætlaðar til að hjálpa þeim að ræða þessi mál við börn sín og unglinga. Hér á landi er hins vegar mjög lítið um slíkt efni, og sú kynfræðsla sem finnst á netinu er aðallega ætluð unglingum, ekki foreldrum þeirra. Einnig hef ég ekkert fundið af íslensku efni um kynfræðslu fyrir yngstu börnin.

Ég skrifaði lokaverkefni mitt um kynfræðslu foreldra og strax þá vaknaði hjá mér áhugi að setja upp íslenska síðu fyrir foreldra um þetta efni. Nú er ég loks búin að koma henni í einhverja mynd, þó svo að hún sé enn í smíðum og ekki allt efni komið þarna inn. En ég vil samt benda ykkur á hana og kannski þá einhverjir geti nýtt sér eitthvað af því sem þarna er að finna.

Ég vona að linkurinn virki:

<a href="http://www.vortex.is/~lilja/kynfraedsla/">Kynfr æðsla</a
Kveðja,