Lá vandinn virkilega hjá Emil? Í gær var strákurinn minn að horfa á Emil í Kattholti og er það svo sem ekkert einsdæmi. En þrátt fyrir að hafa oft áður horft á með honum og lesið bækurnar var fyrst að renna upp fyrir mér núna að aðgerðir foreldra Emils gangvart svokölluðum prakkarastrikum hans voru kannski ekki síður hneykslanlegar en sjálf prakkarastrikin. Bara það að loka guttann inní skemmu er eitthvað sem barnaverndarnefnd mundi ekki alveg samþykkja. Ekki síður vegna þess að oftar en einu sinni gleymdist hann þarna inni og þurfti að dúsa klukkutímum saman. Samt það sem mér fannst einna óhugnalegast var að skemman var með læsingu bæði að innan og utan. Emil þurfti ósjaldan að flýja pabba sinn þanngað inn og læsa að sér. Það er að brjótast í hausnum á mér hvað hafði gerst ef Pabbi hans hafði náð í hann. Ég held við séum að tala um 6-7 ára dreng og mamma hans hljóp oft með hann útí skemmu og bað hann að læsa að sér þannig að hún var einnig smeyk að hann mundi gera drengnum eitthvað illt. Mér finnst skrítið miðað við hvað fólk er duglegt að kvarta sérstaklega þegar koma upp einhverjar siðakenningar í barnaefni að ekkert hafi verið minnst á þetta. Með þessu er ég bæði að gera pínulítið kaldhæðnis grín að öllu því sem fólk hefur kvartað yfir og kannski fá að vita viðbrögð fólks á þessari grein, hvort kannski sé örlítið sannleikskorn í efasemdum mínum.

Annars er ég mikil aðdáandi Astridar og veit ekki til að nokkuð svona athæfi komi upp í öðrum bókum hennar, allavega ekki svo ég muni sérstaklega eftir því og vill ég hérna einnig gefa upp í sárabætur nafnið á ágætri heimasíðu um æfi og störf rithöfundarins.

www.astridlindgren.se
The Dude: I could be just sitting at home with pee stains on my rug.