Þannig er að ég hef verið að safna mér upplýsinga varðandi brjóstagjöf og vinnu. Mig langaði að deila því sem ég hef komist að.
ég er frumkvöðull frá minni fjölskyldu varðandi að vinna frá brjóstmylkingi.Sú ákvörðun að halda áfram er einfaldlega sú að mér þykir svo vænt um þessar gjafir til dóttur minnar. Hún er hamingjusamasta barn í heimi.Aðstæður hér á Íslandi eru ekki mjög góðar.. Ég er það heppin að ég vinn hjá heilbrigðistofnun og þau skilja hversu mikilvæg brjóstagjöf er fyrir móðir og barns.
Mér hefur verið ráðlagt að vinna með brjóstagjöf og hafa brjóstapumpu með í vinnuna. Prógrammið verður 5-15-5 mínútur á dag.Mikilvægt er að vera velskipulögð.Það er hægt að leigja rafmagnspumpu hjá móðurást og þumallínu.Verðið er frá 1500 til 5000.Maður þarf að kaupa sjálfa pumpuna en hægt er að leigja dæluna.
Á íslandi erum við heppnar með fæðingarorlofið okkar,6 mánuðir Í bandaríkjunum fá flestar 6 vikur og þurfa að fara að vinna strax frá mylkingnum. En þær hafa verið mjög duglegar að halda áfram með gjafirnar.Miklu máli skiptir að fá góðan stuðning frá pabbanum,hjúkrunarfræðingi,vinnuveitanda og móðir sinni.
Varðandi geymslu á brjóstamjólk er mjög gott að kaupa sér svona prufuglös og frysta í þeim.Merkja vel til þess að barnið fái ekki gamla mjólk.
5-15-5 prógrammið sem ég nefndi fyrst er svona. 5 mínútur í morgunkaffi. 15 mín í hádegi. 5 í miðdagskaffi. Þetta á við 5 mínútur á bæði. hægt er að skipta 15 mín í 7,5 mín á sitthvort brjóstið.Svo ef þú ert með fullt brjóst,þá er fínt að pumpa pínu.
Endilega segjið ykkar reynslu af vinnu og brjóstagjöf.
……….það er af sem áður var……….