æji hvað þetta er nú gott.. vera sest hér aftur fyrir framan tölvuna eftir svona langan tíma.. ég var bara farin að sakna ykkar helling :( en nú er ég komin aftur.. ekki jafn mikið og áður samt en svona annað slagið allavega :)
nú skal ég segja ykkur hvað stóri strákurinn minn er orðinn duglegur.. :))) ég fékk nefnilega póst frá henni Krusindull og hún var að segja mér hvað þið munduð sakna mín mikið og svona :) alltaf gaman að vera ómissandi :)) en.. svona er hann Bergsveinn Máni minn í dag:
Hann er orðinn sirka 75 cm og svona 11-12 kíló.. hann er kominn með 6 tennur og er alltaf að bíta, ekkert fast en samt ekkert laust heldur.. :) situr og skríður alveg eins og hann hafi fæðst svoleiðis hann kann að klappa saman lófunum og sýna hvað hann er stór og líka að vinka.. hann er rétt byrjaður að ganga með.. svona ef hann stendur upp við stól sem rennur svo undan honum þá labbar hann alveg með :) geggjað flottur sko :) hann er að vísu með kvef núna.. búinn að vera með það svoldið lengi.. en það er að fara sem betur fer :) svo er hann nú kominn með æði fyrir að hárreyta alla sem hann kemur nálægt.. svo ef maður gefur frá sér hljóð sem bendir til þess að maður meiði sig eða finni til þá er það bara ennþá skemmtilegra :) en honum finnst samt alltaf lang skemmtilegast að rífa í bringuhárin á afa sínum.. sem er ekkert of vinsælt frá sjónarhorni afans.. :) e´g get nú ekki ímyndað mér að það sé neitt voða þægilegt að láta rífa í þau.. en allavega.. meira um kútinn :) hann er yfirleitt mjög rólegur og góður nema annað slagið fær hann svona frekju köst og vill bara vera með læti og lemur ölum hlutum útum allt til að það heyrist sem mest í honum sko.. öskrar svo fínt með svo hann eigi örugglega alla athyglina á svæðinu :) hann sefur vel, nema núna þegar hann er lasinn þá er hann frekar órólegur, en annars bara vel og lengi.. sofnar svona eftir kvöldmat og vaknar svo aftur svona 9 - hálf 10 leytið og fer svo bara að sofa þegar ég fer að sofa, svona 12 sirka.. svo bara vaknar hann svona 2-3 á nóttunni til að drekka og vaknar svo svona 9 -10 um morguninn.. ég er að reyna að venja hann af því að vakna alltaf til að drekka.. hann er nú alveg orðinn það stór og sterkur að hann getur alveg lifað án þess.. svo ætla ég líka að reyna að láta hann hætta að vakna alltaf á kvöldin og bara fara fyrr á fætur frekar.. held að það sé aðeins sniðugra sko.. humm.. man ekkki eftir neinu meir í augnablikinu sko.. bara vildi deila þessu með ykkur :)
sjáumst fljótt allir! :*

Kveðja

GIZ