hæhæ, sum ykkar muna eftir því þegar ég skrifaði um daginn um föðurfjölskyldu sonar míns og hvernig margir úr þeirri fjölskyldu tengjast okkur svona ja, á óbeinann hátt.
Hér voru skiptar skoðanir á því hvort ég ætti að hafa samband við þau eður ei. Ég er ekki enn búin að hafa samband og veit enn ekki hvort ég ætli að gera það. Er nú komin í sambúð með manni sem kemur fram við son minn eins og hans eigin og í raun er hann eini pabbinn sem hann hefur átt, við höfum verið saman í tæpt ár en þeir hafa þekkst alla ævi þess stutta.
Þar sem ég vann, var að hætta þar, kemur mikið af fólki sem ég þarf stundum að afgreiða og núna nýverið komst ég að því að einn kúnnanna er ömmu bróðir sonar míns. Mjög skrýtið að tala svona við hann og hann veit örugglega ekki einu sinni að sonur minn er til. Og kannski það fyndnasta við það er að þessi maður er oft í vinnunni hjá bróður mínum að reyna að fá vinnu hjá honum, veit sennilega ekki að fjölskyldan sveik uppáhalds frænda bróður míns, og systur hans.
Já hann er skrýtinn þessi heimur, varð bara aðeins að fá að pústa.