Hæj

Stelpan mín er að fara að byrja í skóla núna í haust og við fengum bréf heim þar sem okkur var sagt frá tilraun sem byrjað var á í fyrra og gaf mjög góða raun.
Það er þannig að nemendur í 1 2 3 og 4 bekk ganga allir í eins peysum…Þetta eru bláar peysur með lógói skólans og nafni barnins og þessum peysum verður að ganga í alla daga sem skóli er.
Peysurnar eru ekki dýrar kosta aðeins 1600 kr með merkingum :)

Mikið afskaplega er ég ánægð með þetta!! Krakkar eru alltaf í einhverjum ríg á milli sín um föt og þetta hefur minnkað þann ríg :)
Mér hlakkar bara til að láta stelpuna mína fá svona “skóla” peysu og ég er búin að útskýra fyrir henni að hún eigi ALLTAF að vera í svona peysu í skólanum og eiga eina heima til skiptanna.

Eruð þið ekki sammála mér eða finnst ykkur að þetta ætti ekki að eiga sér stað?

ég er allavega GLÖÐ móðir sem hlakkar til að setja barnið sitt í skóla í fínu peysunni!! :)

Stelpan