Öskrin byrjuðu snögglega hjá þeim báðum.
Að vakna við þetta hjá Mömmu og Pabba þegar þau eru bæði full er svo sársaukafullt.
Mér langar að gráta….en ég má það ekki.Systir mín má ekki sjá mig gráta.
Þá fer hún að gráta.
Það er laugardagur,klukkan rétt orðin 11 þegar þau byrja að rífast um peninga.
Drekkiði meira,þá fáum við hin hérna frið.Bæld reiðin hvíslar að mér að fara eitthvert burt.
Get það ekki.
Þá þarf ég að útskýra fyrir fólki af hverju og það má alls ekki gerast.
Öxlin á mér er enn aum eftir barsmíðar í skólanum í gær,náði ekki að verja í fótbolta.
Var laminn eftir leikfimi á leið aftur í skólann.
Svo spyr kennarinn “af hverju komstu of seint í tíma?”
Feluleikurinn og lygarnar eru það eina sem halda mér á floti.
Pabbi kom frá sjónum fyrir 2 dögum og vinir mínir spurðu hvort mér hlakkaði ekki til.
Á flestöllum afmælum mínum hefur hann aldrei verið til staðar og í stað hans hef ég fengið skeyti.
Þegar hann kemur heim frá sjónum kemur hann ekki með gjafir,nammi eða bros á vör.
Brennivínslykt,rifrildi,skammir og þögn inná milli.
Það koma dagar sem ekkert er til að borða og Guðrún systir grætur af hungri og ég líka.
En tárin sjást ekki hjá mér.
Myrkrið sér til þess.
Borðum brauð með sykri til að minnka hungrið.
Veistu hvernig er að finna til verks af hungri?
Geta ekki beðið neinn um hjálp?
Ég fer með Guðrúnu systir út að labba og fer með hana hjá stöngunum fyrir ofan breiðholtið.
Veltum við steinum og skoðum skordýr sem köngulær til að gleyma.
Gleyma hvar við erum,hvert við förum þegar við þurfum að fara.
Heim.
Förum í heimsókn til vinar míns og þegar hann vill vera mem förum við í He-man og
hverfum enn og aftur frá raunveruleikanum í smástund.
Þegar við erum að labba aftur heim vona ég að Mamma og Pabbi séu búnað drekka
nógu mikið þannig að þau fari að sofa.
Hluti af mér skammast sín fyrir að vilja þetta.Hve reiðin hvíslar þessu oft að mér.
Drekkiði meira og sofniði.
Það eru engar hurðir heima þannig að þegar þau rífast er eins og þau séu að skamma okkur líka.
Hvað höfum við gert? Við höfum ekki gert neitt.
Drekkiði meira og sofniði.
þá fáum við hin FRIÐ!
Mundu þetta er leyndó,ekki segja neinum frá.
Ég varð að segja einhverjum þetta.