Hæ hæ.
Þannig er að ég er á 22. viku og með fyrsta barn og ég er ekki sátt við að finna svona litlar hreyfingar. Stundum finn ég engar í svolítinn tíma. Það veldur mér áhyggjum sérstaklega vegna þess að ég á svo leiðinlega sögu og mér hefur gengið svo illa með meðgöngur í gegnum tíðina. En ég hef samt aldrei komist svona langt. En ef einhver getur gefið mér einhverjar upplýsingar eða hefur upplifað svipað þá yrði ég afar þakklát. Ég ætla samt til læknis í dag svo ég fari ekki yfir um.
Kveðja Isabelle.