Ég er alveg uppgefin, ég veit ekkert hvað ég á að gera við yngstu stelpuna mína og mið stelpuna mína, þær gegna ekki neinu og þá meina ég ekki neinu. Þær hlægja af manni ef maður skammar þær og halda svo áfram. Stundum langar mig að setjast niður og grenja eftir mjög erfiðan dag með þær.
Ef þær hlíða þá svara þær OK en byrja aftur eftir 2 mín. Þær eru 3 og 4 ára og eru gjörsamlega að gera út af við mig. Þær eru með stanslaus læti, þær leika sér ekki nema að hlaupa út um alla íbúð, hoppa í sófanum, rúminu, upp í gluggakistu eða að príla á sófabakinu og tala endalaust og draga úr manni allan kraft, þær eru alltaf með stöðugt áreiti.
Þegar þær eiga að fara að sofa þá byrjar önnur baráttana, þær eru í sitthvoru herberginu, gengur ekki að hafa þær saman af því að þá sofa þær ekki, en þær eru í því að flakka á milli í marga klukkutíma, alveg sama hvað ég segi eða geri já og kalla á milli.

Ég er orðin svo yfirþyrmandi þreytt á þessu að það er ekkert venjulegt, svo fær maður reglulega tunguna framan í sig frá þeirri 4 ára ef það er ekki allt eftir hennar höfði. Hún er nú hætt að lemja mig en á tímabili réðist hún alltaf á mig ef ég skammaði hana.

Hefur einhver lent í þessu og getur gefið mér einhver ráð?

Ég er búin að prufa skamma krók, verðlauna prógramm sem er svona plagg sem þær fá að líma límmiða á eftir góða hegðun, tala við þær, garga og ég veit ekki hvað og hvað en ekkert virkar. Það virkar ekki einu sinni að verðlauna með kósýkvöldi, sem sagt segja “ef þið verðið góðar í hálftíma þangað til að kvöldið kemur þá fer mamma að taka spólu og kaupir nammi og svo kveikjum við á kertum”. Þeim langar rosalega í kósý kvöld en geta ekki hamið sig og verður bara ennþá erfiðara að koma þeim í rúmið :/

Kveðja
Krissa sem er uppgefin
Kveðja