Hm, ég veit ekki hvort ég eigi að láta þetta hingað - en what the heck! Ég hef ekki verið mikið inni á þessu áhugamáli áður, reyndar aldrei stigið fæti hingað inn fyrir fyrr en nú! En batnandi mönnum er best að lifa segir einhvers staðar.

Ok, það er ekki eins og ég eigi einhver börn eða eitthvað, á bara tvo bræður! En ég hef bara ekkert betra að gera þannig að ég deili þessu bara með ykkur.


Eins og áður kom fram á ég tvo bræður. Báða yngri. Svo á ég líka vinkonu sem á tvo bræður, yngri og eldri. Og ég hef lengi verið að pæla í því hvernig fólk mótast af umhverfinu sem það elst upp við. Það elst enginn upp við sama umhverfi. Það er allt öðruvísi að alast upp sem elsta barn en sem það yngsta. Og það er einmitt það sem ég er að pæla í… Hérna er ég komin með svona nokkur einkenni sem ég hef tekið eftir, bæði í minni fjölskyldu og hjá vinkonu minni.


Elsta barn: Tekur ábyrgðina, og ráðskast og leiðbeinir þeim yngri. Síðan fylgir þessi ábyrgð þeim út í lífið.

Miðbarn: Er ekki treyst fyrir því sama og elsta barninu og er oft öfundsjúkt út í það yngsta. Þarf í rauninni að berjast fyrir því að sanna sig. Verður mjög oft útundan og verður einnig stundum svona öðruvísi einstaklingar, fara sínar eigin leiðir.

Yngsta barn: Fær alltaf mesta athygli og er svona ‘bónus’ foreldranna sem þau vilja hafa fyrir sig sem lengst. Þau verða þannig háð öðrum og þora ekki að taka neina ábyrgð sjálf. Komast langt á sjarmanum.


Þegar ég spái í þessu sjálf þá finnst mér vera nokkuð mikið til í þessu, því þegar ég lít aðra systkinahópa sem ég þekki þá er þetta nákvæmlega eins. Reyndar tek ég mest eftir þessu hjá vinkonu minni enda er systkinahópurinn þar orðinn miklu eldri. Ég veit ekki af hverju ég er að pæla svona mikið í þessu, en þetta fær mig bara stundum til að hlæja þegar maður tekur eftir þessu hjá þeim… En engu að síður, er einhver sammála mér með þetta eða???