Halló,

Ég er nú búin að fylgjast með umræðum hérna lengi en aldrei haft fyrir því að skrá mig inn. En nú langar mig aðeins að tjá mig.

Það er mikið verið að tala up barnsfeður og mæður (stjúpforeldra ofl) Mér finnst fólk verða að fara að taka afleiðingum gjörða sinna. Afhverju að sofa hjá e-m án smokka ef þú villt ekki eiga barn með þeim? Rofnar samfarir og svoleiðis er bara humbúkk og fólk verður einfaldlega að hugsa áður en það framkvæmir.

Segjum svo að það verði til barn….það er ekki því að kenna að mamma og pabbi hugsuðu ekki og algjör óþarfi að láta það bitna á því.

Ég á mann og 2 börn, reyndar bar ég bara annað barnið undir belti, hitt fylgdi manninum mínum. Hann hefur alla tíð tekið fullan þátt í uppeldi guttans (sem er 8 ára) og samband hans og mömmu hans (guttans) hefur alltaf haft hagsmuni hans að leiðarljósi. Að sjálfsögðu koma upp ágreiningar en aldrei neitt sem leiðir til fílu eða ósættis.

Okkur mömmunum hefur líka alltaf komið vel saman, ég ákvað strax þegar við hófum sambúð(ss ég og maðurinn minn) að ég myndi koma fram við guttan eins og ég ætti hann (ss skamma hann og hrósa og knúsa eins og ég ætti hann)
og þetta hefur allt gengið frekar vel.

Það sem mér finnst svolítið áriðandi að muna er að barnið bað aldrei um e-ð vesen….það varð bara til og gat ekkert að því gert.

En já…það sem ég vildi tjá mig um var sko í raun að fólk færi að nota smokka…ég byrjaði frekar snemma að stunda kynlíf (kannski ekki snemma í dag) en ég stundaði aldrei óvarið kynlíf fyrr en ég og maðurinn minn ákváðum að eignast barn.

Æi…ég ætla nú ekki að vera með neinn fyrilestur en langaði bara að tjá mig smá

xxx