Jæja… nú er skipið skriðið að landi… Loksins er ég sáttur… ég fór um daginn til sýslumannsins til þess að fá þetta á hreint með sameiginlegt forræði… hvað það væri nú í raun og veru. Ég komst að því að sameiginlegt forræði er það… bara það! Þegar það er talað um sameiginlegt forræði þá er forræði barnsins semsagt lagt bara í hendur foreldrana að ákveða umgengni! Það er semsagt ekkert svart á hvítu um hvað má, og hvað má ekki… og ef upp koma einhver ósætti… þá er farið með umgengniskröfur til sýslumanns og deilandanum kynntar þessar kröfur… ef hinn aðilinn felst ekki á þær, þá kemur til dómskvaðningar í því máli. En allavegana… ég sagði við fyrrverandi að ég væri ekki sáttur með það að sjá barnið mitt aðeins 6 sinnum í mánuði… það væri bara engann veginn nóg… og við töluðum saman… sömdum bara í rólegheitunum… og ég verð með hann svona 9 - 10 daga í mánuði!!! Sem er alveg frábært… Honum fer svo mikið fram þessa dagana… að maður nær bara ekkert að fylgjast með! En nú getur maður fylgst með þessum breytingum í rólegheitum og án nokkurs stress… Þannig að nú er ég endalaust sáttur um allt… og það stendur ekkert í mínum vegi… mér eru allir vegir færir!!!
Ekki lengur vegalaus
Gromit