Ég veit ekki með ykkur en í mínum skóla er mjög mikið dekrað við litlu börnin!!!
Nefnum nestissöluna sem dæmi.Ef við biðjum um skeið þá fáum við hálftíma skammræðu yfir okkur af konunni í nestissölunni en svo kemur krakki úr fyrsta bekk og biður um skeið…-Gjörðu svo vel elskan mín!!
Þetta ár var bætt skúrum við til að stækka skólan og og minn bekkur á til dæmis að vera í skúrnum.OK,fystu vikurnar vorum við ekki með síma og einhver krakki þurfti altaf að hlaupa nei ég meina GANGA nokkra kílómetra til að spurja skrifstofu-konuna um eitthvað.Allt í lagi ekki alveg nokkra kílómetra en næstum því.
Fyrsta mánuðinn þá vorum við ekki með klukku þannig að við þurftum nærrum því að giska á hvenær tíminn væri búin af því hljóðið í bjöllunni heyrist ekki til okkar!!!!
Einu sinni var t.d. brunaæfing,en við sátum eftir inni því við heyrðum ekki í brunabjöllunni,en svo loksins þegar við föttuðum það þá voru skórnir okkar svo langt á burtu aðvið þurftum að fara út á sokkunum!!!Það var svo vont að sumir fóru að gráta!!!!!!
Stundum vill svo til að við löbbum framhjá litlukrakka-stofum.Við missum hökurnar algjörlega niður á gólf!!
Þau eru með lúxus stóla ,lúxus borð,ískáp,örbylgjuofn,hillur og vask með góðu vatni!!
Jæja þetta ár var ákveðið að vera með heitan mat í skólanum.
Við urðum rosalega glöð en ekki lengi því heiti maturinn er bara handa börnum í fyrsta til fjórða bekk!!!!!!!!!!!!!!!
Lífið er ekki altaf sangjarnt!!