JÁ, ég kalla þetta klám. Í dag er verið að sýna myndband með ibiza-bandinu Scooder við lag sem heitir Netashja (afsakið ef stafsetning er röng) Myndbandið gengur út á alsberar konur á dópi, káf, allt á floti í áfengi, meira af nekt og enn meira af dópi. Svo til að leggja púnktinn yfir i-ið þá er lítil og sæt kengúra sem hoppar yfir gólfið í lok myndbandssins.

Kannast einhver við þetta myndband???
Mér er svo heitt í hamsi með þetta mál að ég á í erfiðleikum að koma þessu skiljanlega frá mér.

En hvað hef ég um það að segja að fetta fingur út í þetta? Ég er 22ja ára gömul og þar að leiðandi á þetta í sjálfu sér ekkert að koma neitt rosalega við mína sál. En svo einfalt er það ekki því
mér sjálfri ofbýður ógeðið í þessu myndbandi. Dæmi um myndbrot er þar sem karlmaður er að káfa á einhverri konu sem er svo kengdópuð að hún ælir og svo hlær hún alveg ferlega, gersamlega út úr kortinu. Haha! íkt fyndið?

Það sem mér hryllir mest við þessu er að ég á eina frænku sem er 8ára og frænda sem er 9ára. Popp-Tv er það al-skemmtilegasta sem þau fá að glápa á og glápa helst allann daginn ef þau fá. Í lok myndbandsins er svo þessi sæta kengúra sem ég trúi mörgum litlum dúllum til að góna á heilt myndband til að fá að sjá.

!!!!HALLÓ !!!!

Af hverju í fjandanum er ekki búið að taka þetta myndband úr spilun???? Eða það sem skárra væri í staðinn fyrir ekkert, setja ákveðinn sýningartíma á það, td. eftir kl. 23.00 ???

Hvað er málið? Hvar eru foreldrarnir í þessu glataða landi??? ÉG VIL TRÚA ÞVÍ að ef fleiri foreldrar stöldruðu við og horfðu á þessa “saklausu” tónlistarstöð með börnunum sínum væri lögnu búið að taka þetta myndband úr umferð. Ég er persónulega búin að hafa samband sjálf og biðja um það.

Nú set ég nafnið og símanúmerið hjá dagskrástjóra Popp-tv hér og hvet eindregið þá foreldra, sem hafa einhvern vilja eftir til að vernda börnin sín, AÐ HRINGJA og setja pressu á að taka myndbandið og önnur slík úr umferð!!!

Dagskrástjórinn heitir Steinn Kári
og símanúmerið á skiptiborði Popp-tv er 5156000



!!! GO PARENTS !!! GO PARENTS GO !!!

________________________________________________ _________


Ps. hér er að finna umræður um þessa scooter

http://www.hugi.is/raftonlist/bigboxes.php?b ox_type=greinayfirlit&grein_id=70616