Hæ, þannig er að ég á 3 ára strák sem hefur ekki hitt pabba
sinn í meira en ár vegna þess að hann er alki..
Ég hef verið með kærasta mínum í 1 og 1/2 ár og hann hefur
verið honum sem faðir, en sonur minn kallar hann þó ekki
pabba og veit vel að hann er ekki “alvöru” pabbi hans.
Sonur minn á einnig yngri hálfbróðir (samfeðra) og ég hef
haldið sambandi við hann þó svo að sonur minn hitti hvorki
pabba sinn né neinn í fjölskyldunni hans lengur. Nú má pabbi
þeirra og þó alltaf hitta hinn son sinn þegar honum sýnist og
þá skapast vandamál þegar bræðurnir hittast og annar er
með samband við pabba sinn en ekki hinn!!!?
Ég er í vandræðum með hvað er best fyrir son minn, á ég að
halda sambandi við bróður hans og hætta á að honum sárni?
Og það sem ég velti mér endalaust uppúr, hvernig getur
maður útskýrt svona aðstæður fyrir barni sínu þegar það fer
að velta þessu fyrir sér?
Ég yrði mjög glöð ef einhver gæti veitt mér góð ráð!