góðan dag kæru foreldrar. mig langar að leita ráða hjáykkur um þessa “viku og viku” skiptingu hjá foreldrum sem eru skilin.
ég er með tæplega 2 ára son og á í góðu vináttusambandi við pabba hans og kærustu pabbans. við höfum haft þetta aðra hvora helgi og svo i miðri viku eftir sem það hentar best upp á dagmömmuna og svona.
en nú vill pabbi hans vera meira með hann. sem mér finnst auðvitað gott mál fyrir barnið en ég er dáldið eigingjörn. ég skil hans samt vel að vilja vera meira með hann.
það sem mig vantar að vita er hins vegar hvernig viðð ættum að skipta því niður þannig að það sé best fyrir barnið. ég hef lesið um þessa viku og viku skiptingu hérna og myndi gjarnan fá að vita meira. hvort þaðhafi virkað hjá ykkur og hvaða vandamál gætu komið upp, ef einhver.