Já, hún gengur sífellt lengra þessi kynlífsvæðing okkar Íslendinga. Ég tel mig nú ekki sérstaklega forpokaða í þeim málum, en mér ofbauð í dag þegar ég fletti Fréttablaðinu og sá auglýsingu frá einhverju sem heitir C&C (Cash & Carry) í Fálkahúsinu. Já, bleikir BARNAbolir með áletruninni Sexy 01 fyrir aldurinn 5-13 ára. Ég spyr: hvað hefur það með 5-13 ára stúlkubörn að gera að vera kynæsandi? (geri sem sagt ráð fyrir að bleiku bolirnir séu ekki ætlaðir strákum). Þetta er ekki eina dæmið um “sexy” fatnað fyrir litlar stelpur. Mér finnst þetta ógeðslegt og velti fyrir mér hvað vakir fyrir hönnuðum sem búa til þessar flíkur. Eru þetta einhverjir perrar eða hvað? Ungar stúlkur komast víst nógu snemma að þeim óeðlilegu kröfum sem gerðar eru til þeirra, þó svo við byrjum ekki að velta þeim upp úr því að vera sexy frá 5 ára aldri!