Nú er ég ekki foreldri heldur aðeins eldra systkini.
Systir mín er sjö ára gömul og er í skóla. Þar verður hún að sjáfsögðu fyrir áhrifum frá félögum og nýjasta trendið í leikfungum fyrir stelpur eru svo kallaðar Bratz-dúkkur.
Ég er nú enginn sérfræðingur í leikföngum svo ég veit ekkert hvort þessar dúkkur séu glænýjar eða nýlegar en allavega vildi systir mín svoleiðis…..
Ég er algjörlega á móti þessu drasli! Núna er búið að taka barbie formið gjörsamlega út í öfga! Ég veit ekki við hvað framleiðendurnir styðjast við sem fyrirmynd en ég fæ ekki betur séð en það sé bara einhver væniskona eða klámmyndaleikkona. Dúkkan er með sílikon varir og ótrúlega mikinn augnskugga og klæddar upp eins og ??
Hvað er málið með þessar stóru varir!!! Mér finnst nú of gróft að innleiða þá tísku meðal smástelpna að það sé cool að vera með sílikon varir og of mikinn augnskugga.
Næsta kynslóð verður þá líklega með stækkanlega brjósta poka sem hægt er að dæla í og úr að vild….. og þá hvað er næst?
Ég er sem sagt á móti þessu drasli og hvet alla foreldra til að sporna við þessari þróun að tala um fyrir barninu ykkar!!
…..Ekki kaupa Bratz dúkkur……!!!

Ég ætla að enda þetta með slagorði vörunnar:
“The girls with a passion for fashion”
“Stúlkurnar með ástríðu fyrir tísku”

Sorgar kveðja………