góðann daginn. Ég er buin að vera í burtu frá huga í amátima og var að renna yfir þær greinar sem ég missti af. Þá rakst ég á eina sem ber yfirskriftina “hvað varð um tilfinningar”. ég vil gjarnan segja ykkur söguna af því hvernig það gekk fyrir sig þegar ég og barnsfaðir minn slitum samvistum. Þá var sonur okkar 2 mán og þetta var fyrir hann gert. Við vildum ekki að barnið þyrfti að alast upp á heimili þar sem enginn friður var. við höfðum verið saman í 3 ár og það var allt á afturfótunum. Við komum okkur saman um forræði, sem átti að vera þannig að strákurinn byggji hjá mér en að pabbi hans kæmi sem mest i heimsókn og ég færi þá ut og að þeir myndu síðan vera saman heima hjá honum aðra hvora helgi, og hann flutti út. reyndar var það fyrsta hálfa árið að hann vildi fá okkur aftur og það var mjög erfitt að segja nei því ég elskaði hann ennþá og við áttum þennan yndislega strák saman. Þá átti hann það lika til að neita að vera méð strákinn nema ég væri heima lika. en það tók enda og við kynntumst bæði öðru fólki og hófum ný sambönd. þá komu sögur um að nýja kærastan hans væri að segja mig eigingjarna og að ég vildi ekkert hafa með barnið mitt. ég varð vond og hótaði henni öllu illu og gekk svo langt í að neita þeim að vera með barnið (lélegt ég veit það). siðan tók hun fyrsta skrefið í sáttum og sagði mér frá vinnu sem var laus þar sem hún vann. ég greip það á lofti og við fórum að vinna saman. hun var yfir mér en var nógu mikil manneskja til að það hafði engin áhrif á einkalíf okkar, sem núna var samflækt. Við urðum og erum enn mjög góðar vinkonur. barnsfaðir minn er eins mikið með strákinn og honum er unnt, meira að stundum ofbyður mér. en þetta er samt stór hluti af barninu og það er ekki hægt að fjarlægja hann. nú á sonur minn stóra fjölskyldu, bæði lífræðilega og fóstur og það elska hann allir. hann er eins heppinn og barn getur orðið.
ég vill hvetja fólk til að senda inn góðu hliðarnar á svona málum
takk fyrir.