Ég er búin að vera pæla svolítið svona í tilefni þess að gamlárskvöld er í nánd.
það eru þessir krakkar sem eru að skjóta upp flugeldum!
persónulega skil ég alveg krakkana og sjálfum fannst mér þetta alveg rosalega spennandi fyrir einhverjum árum en ég byrjaði að hugsa þegar ég fór að kaupa eld um daginn(já ég reyki og ekkert við það að athuga!) þá spurði afgreiðslu stúlkan mig um skilríki,
og ég brást auðvitað illa við því í fyrsta lagi þá var ég ekki með skilríkin mín og hinsvegar þá fannst mér þetta soldið skrýtið því það var ekki eins og ég væri á leiðinni að kveikja í sinu svona í bláendann á árinu.
hinsvegar þá upplýsti þessi stúlka(eflaust yngri en ég) mig um það að þú þarft að vera átján til þess að kaupa eld(núna veit ég ekki hvort þessi stelpa hafi bara verið svona rosalega fyndin og verið bra að rugla eitthvað í mér en…) hinsvegar er ekkert aldurstakmark á flugeldum og öllum krökkum frjálst að að kaupa hráefni í einhverja míni A-bombu en þau hafa hinsvegar ekki aldur til að tendra þær, hverskonar kjaftæði er það eiginlega!!? og afhverju er ekki aldurstakmörk á þessum helvítis rakettum, það er ekki eins og krakkar séu eitthvað ábyrgðarfullir. áðan var ég að keyra með félaga mínum og við fengum einhverja “ílu” í bílhurðina! allavega þá hljómar þetta eins og gamall kall í þjóðarsálinni en samt sem áður, bara smá pæling í tilefni skammdegisins.

kveðja Mír.