Ég veit ekki alveg hvernig ég á að haga mér í sambandi við þessar aðstæður sem ég er í. Kærastinn minn á barn með annarri og þau koma ofan af landi. Þau fóru sem sagt bæði heim til sín yfir jólin og krakkinn með. Ég var heima hjá mér.
Í þau tæplega fjögur ár sem við höfum verið saman eyðir hann alltaf einhverjum hluta af aðfangadagskvöldi heima hjá henni þar sem krakkinn tekur upp pakkana þar. Mér finnst nógu sárt að við getum ekki verið saman á jólunum hvað þá að hann eyði þessu kvöldi heima hjá henni og með hennar fjölskyldu. Ég var með hnút í maganum allt kvöldið og þetta eyðilagði á nokkurn hátt fyrir mér gleðina í kringum þetta. Ég má ekkert segja við hann því þá er ég röflandi kelling og honum finnst þetta alveg sjálfsagt mál. Ég er ekkert öfundsjúk, afbrýðisöm eða hrædd um þau tvö saman, hann hefur sýnt mér það að ég þurfi ekkert að hugsa þannig. En mér finnst þetta bara alls ekki passa. Þetta er óviðeigandi en ég veit ekki hvað ég get gert þar sem hann hlustar ekkert á mig. Auðvitað á hann bara að hafa krakkann hjá sér alveg á aðfangadag önnur hver jól og hún verður þá að sætta sig við það og öfugt. Af hverju þarf þetta að vera svona erfitt. Þegar ég og hann verðum komin með börn og verðum saman á jólum þá tek ég það ekki í mál að fara heim til hennar á aðfangadagskvöld…. ALDREI… og ég vil ekki sjá að hún komi t.d. heim til hans.
Er einhver sem kannast við svona eða getur gefið mér einhver ráð…. ég er búin að biðja vinkonu mína um að tala við hann og hún ætlar að reyna að gera eitthvað.
Reið
Spacey