Mig langaði bara að vita hvort þið hérna vitið eitthvað um börn og hvaða liti þau sjá. Ein vinkona mín segir að allir litir nema svart, hvítt og grátt stressi börn og þau geri heldur ekki svo mikinn greinamun á litum hvort eð er. Hún er með 2 mán. son sinn í rúmi með svona svörtum og hvítum formum (þríhyrningar, hringir ofl.) og ætlar ekki að halda að honum litum fyrr en hann er um 6 mánaða því þá fari litir að skipta máli fyrir þroska. Eru þá öll leikföng svona litskær fyrir okkar hag, afþví að okkur finnst kaldranalegt að sjá litlu dúlluna með svarta hringlu eða gráann bangsa?
Mig langar rosalega að vita þetta :)
(Ég á ekki börn sjálf en er alveg að farast úr eggjahljóði núna :Þ
Kærastinn er ekki glaður :(
Hann vill bíða lengur (við erum 21 og 23) en mér finnst ég vera tilbúin núna og við höfum alveg efni á því.)
“Of course, just because we've heard a spine-chilling, blood-curdling scream