Hæ!
Ég hef aldrei skrifað grein hérna inná þetta áhugamál áður,
en nú er mér nóg boðið!!!
Ég er búin að fá mig fullsadda af fólki hérna inná, feður,
mæður, stjúpforeldrar etc.. sem gera ekki annað en að kvarta
yfir peningamálum og fyrrv.barnsfeðrum-mæðrum sem
standa sig ekki og verst er þegar fólk er að koma með
allskonar skít á barnsmóður eða föður maka síns… því ég hef
rekið mig á að það fær bara að heyra aðra hlið málsins, en
það eru alltaf 2 hliðar!!!
T.d. átti kærasti vinkonu minnar barn þegar þau byrjuðu
saman og hann sagðist ekki mega umgangast dóttur sína
vegna þess að barnsmóðir hans væri afbrýðissöm og klikkuð,
vinkona mín trúði þessu alveg og öllu öðru ömurlegu og
niðrandi sem hann sagði um þessa barnsmóður sína, því
hún þekkti hana ekki. Svo átti vinkona mín barn með honum
og vildi gjarna fá að kynnast dóttur kærasta síns og fá að hafa
umgengni við hana, hún ýtti á kærasta sinn að hafa samband
lengi og hann sagðist svo hafa gert það og að barnsmóðir
hans vildi alls ekki leyfa honum að hafa nokkra umgengni og
að hún hefði verið að tala illa um vinkonu mína, þá fauk í
vinkonu mína og hún ákvað að hringja í barnsmóðurina, sem
kannaðist bara ekkert við þetta… kærastinn hafði ekkert haft
samband við hana og hún hafði allt aðra sögu að segja, það
endaði með að vinkona mín hætti með kærasta sínum því
hann tók engann þátt í uppeldinu og hún og hin barnsmóðirin
urðu góðar vinkour og hittast reglulega til að leyfa
systkinunum að kynnast.
Ég hef heyrt mörg önnur svona dæmi og hef sjálf lent í því að
kærasta barnsföður míns hafi hringt alveg brjáluð í mig og
úthúðað mér fyrir eitthvað sem á að hafa komið uppá hjá mér
og barnsföður mínum!!!
Svo plís ekki vera með þetta skítkast áður en þið vitið báðar
hliðar málsins!
Og munið að peningar eru ekki allt, vandamálið er að fólk
virðist ekki hafa tilfinningar til barnanna sinna, ég meina
aldrei gæti ég látið barn sem ég ætti útí bæ afskiptalaust
sama hvort það hefði verið getið á einnar nætur gaman eða
ekki, og það er bara ekki eðlilegt að nokkur maður geti það,
hefur fólk engar tilfinningar???